19.12.1961
Sameinað þing: 31. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2751 í B-deild Alþingistíðinda. (2506)

Þingsetning

Fjmrh. (Gunnur Thoroddsen):

Herra forseti. Hæstv. forsrh., sem getur ekki sótt þennan þingfund sakir sjúkleika, hefur beðið mig að birta þingheimi skjöl um þingfrestun.

Forseti Íslands hefur í dag gefið út svo hljóðandi bréf:

„Forseti Íslands gerir kunnugt:

Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta um sinn fundum Alþingis, 82. löggjafarþings, frá 19. des. 1961, eða síðar, ef henta þykir, enda verði þingið kvatt til fundar á ný eigi síðar en 1. febr. 1962.

Gert í Reykjavík, 19. des. 1961.

Ásgeir Ásgeirsson.

Bjarni Benediktsson.

Forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.“

Hæstv. forsrh. hefur í dag ritað svo hljóðandi bréf:

„Samkvæmt umboði í forsetabréfi um frestun á fundum Alþingis lýsi ég hér með yfir því, að fundum Alþingis, 82. löggjafarþings, er frestað frá deginum í dag að telja, og verður það kvatt til funda að nýju eigi síðar en 1. febr. 1962.

Bjarni Benediktsson.“

Ég vil í nafni ríkisstj. óska alþingismönnum og starfsfólki Alþingis gleðilegra jóla og farsæls nýárs, þakka samstarf á því ári, sem nú er senn á enda runnið, og láta í ljós þá von, að við hittumst heil á næsta ári á Alþingi Íslendinga.