17.04.1962
Neðri deild: 98. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2753 í B-deild Alþingistíðinda. (2515)

Starfslok deilda

Einar Olgeirsson:

Ég vil leyfa mér fyrir hönd okkar þdm. að þakka hæstv, forseta góð orð og góðar óskir í vorn garð og taka undir óskir hæstv. forseta og þakkir til starfsmanna þingsins. Oss þm. er öllum ánægja að því að geta þakkað hæstv. forseta, þeirri ungu og fögru konu, sem skipar nú í fyrsta skipti íslenzkra kvenna það heiðurssæti að vera forseti neðri deildar, fyrir réttláta og röggsama fundarstjórn, fyrir góða samvinnu við okkur þm. Ég vil í nafni þdm. óska henni og hennar fjölskyldu gleðilegs sumars og að við megum sjá hana aftur og hittast öll að hausti og að hennar fjölskyldu og henni sjálfri megi líða vel í sumar. Ég vil biðja hv. þdm. að taka undir árnaðaróskir mínar til hæstv. forseta með því að rísa úr sætum. — [Þm. risu úr sætum.]