17.04.1962
Neðri deild: 98. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 184 í C-deild Alþingistíðinda. (2618)

149. mál, almannatryggingar

Gunnar Jóhannsson:

Hæstv. forseti. Hv. heilbr.- og félmn. hefur afgreitt frv. til l. um breyt. á lögum um almannatryggingar á þskj. 293. N. leggur öll til, að frv. verði afgreitt með rökstuddri dagskrá. Ég þarf ekki að lesa hana upp, hún hefur þegar verið kynnt. Í hinni rökst. dagskrá kemur fram, að ætlazt er til, að tryggt verði, að greiddar verði fjölskyldubætur eða aðrar sambærilegar bætur öllum börnum innan 16 ára aldurs. Nefndin treystir því, eins og fram kemur í dagskrártill., að hæstv. ríkisstj. feli nefnd þeirri, sem nú vinnur að endurskoðun almannatryggingalaganna, að sjá um, að lögunum verði breytt til samræmis við það. Þar sem nú er komið að þingslitum og því litiar líkur fyrir því, að á þessu þingi fáist samþykktar þær breytingar á l. um almannatryggingar, sem frv. okkar hv. 4. þm. Austf. gerir ráð fyrir, getum við sætt okkur við afgreiðslu heilbr: og félmn. á frv. okkar í trausti þess, að hæstv. ríkisstj. sjái um, að sú nefnd, sem nú vinnur að endurskoðun almannatryggingalaganna, taki með í væntanlegar brtt. sínar ákvæði, sem tryggi, að fullar fjölskyldubætur verði greiddar með öllum börnum innan 16 ára aldurs. Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um þetta, en þakka hv. heilbr.- og félmn. fyrir afgreiðslu málsins.