16.04.1962
Sameinað þing: 56. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 172 í D-deild Alþingistíðinda. (3156)

109. mál, samgöngubætur á eyðisöndum Skaftafellssýslu

Frsm. (Kjartan J. Jóhannsson):

Herra forseti. Nefndin hefur rætt þessa þáltill. og enn fremur rætt hana við vegamálastjóra, og n. hefur samþykkt samhljóða að mæla með samþykkt till. Það eru miklar tækniframfarir undanfarið. Það er ekki mjög langt síðan það var talið ófært að brúa Hornafjarðarfljót og kæmi ekki til mála. Nú er búið að brúa það, og það, sem er skemmtilegast við þá brúargerð, var, að það tókst meira að segja að brúa það á verðhækkunartímum fyrir minna verð en áætlað var að brúin kostaði, þegar áætlun var upphaflega gerð. Það er þess vegna von, að mönnum detti í hug að leita þess, hvort ekki séu að verða með nú tímatækni tök á því að brúa þær torfærur, sem þarna eru á leiðinni, og fjvn. samþykkti sem sagt að mæla með því, að þessi athugun færi fram.