16.04.1962
Sameinað þing: 56. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 201 í D-deild Alþingistíðinda. (3176)

113. mál, útflutningur á dilkakjöti

Fram. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Fjvn. hefur haft þessa till. til athugunar og orðið á einu máli um það að mæla með því, að till. verði samþ. eins og hún liggur fyrir.

Við vitum það allir, sem hér erum, svo sem aðrir landsmenn, að dilkakjöt okkar er einhver dýrmætasta framleiðsluvara þjóðarinnar, og framleiðsla dilkakjöts hefur á undanförnum árum alltaf verið vaxandi. Það er þess vegna þýðingarmikið mál, að það sé allt gert, sem tiltækilegt er, til þess að koma þessari ágætu vöru okkar í sem bezt verð, að svo miklu leyti sem hún er seld til annarra landa. Ég vil því vænta þess, að hv. alþm. líti á þetta mál sömu augum og fjvn. og samþykki þessa till., eins og hún liggur fyrir.