05.04.1962
Sameinað þing: 49. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 204 í D-deild Alþingistíðinda. (3188)

218. mál, úthlutun listamannalauna 1962

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Alþingi veitir árlega fé til listamannalauna. Um langt skeið undanfarið hefur fé þessu verið úthlutað af þingkjörinni nefnd. Ýmsar till. hafa verið uppi um að breyta því fyrirkomulagi, og hafa mörg frv. verið flutt um það efni á undanförnum þingum. Ekkert þeirra hefur þó náð fram að ganga. Meðan ekki eru til lög um, hvernig skipta skuli því fé, sem Alþingi veitir hverju sinni til listamannalauna, þykir ríkisstj. eðlilegt að halda þeim hætti, sem hafður hefur verið undanfarin ár, og kjósa sérstaka nefnd til að úthluta fénu, og felst það í þeirri ályktun, sem hér liggur fyrir.

Ég legg til, herra forseti, að umr. verði frestað og till. vísað til hv. allshn.