28.02.1962
Sameinað þing: 38. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 331 í D-deild Alþingistíðinda. (3241)

91. mál, afturköllun sjónvarpsleyfis

Forseti (FS):

Umr. verður hagað þannig, að hver þingflokkur fær 45 mínútna ræðutíma, sem skiptist í tvær umferðir, hin fyrri 25–30 mín., en hin síðari 15–20 mín., þannig að samtals verði það 45 mín. Er til þess mælzt, að ræðumenn virði þessar tímaákvarðanir um lengd ræðutíma. Röð flokkana verður þessi: Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur.

Hefst nú umræðan, og tekur fyrstur til máls 1. flm. þáltill., hv. 9. þm. Reykv., Alfreð Gíslason.