16.04.1962
Sameinað þing: 57. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 396 í D-deild Alþingistíðinda. (3278)

104. mál, sjónvarpsmál

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég vil fyrst og fremst vísa til þess fyrirvara eða þeirrar grg., sem hæstv. utanrrh. gerði fyrir atkv. sinu, en jafnframt láta þessa getið:

Fyrir nokkrum árum úrskurðaði menntmrn, að gefnu tilefni, að sjónvarp væri á verksviði íslenzka ríkisútvarpsins. Síðan hefur farið fram á vegum ríkisútvarpsins athugun á möguleikum þess, að það komi hér á fót íslenzku sjónvarpi. Þeirri athugun er ekki lokið enn, en hún fer fram með þeim hraða, sem nauðsynlegur og skynsamlegur er í málinu, og því engin ástæða til þess að samþykkja þessa till. Ég segi því nei.