29.11.1961
Sameinað þing: 18. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 480 í D-deild Alþingistíðinda. (3353)

57. mál, heyverkunarmál

Flm. (Ágúst Þorvaldsson):

Herra forseti. Ég skal ekki deila við ráðh. um þetta mál frekar. En vegna þess að hann hefur gefið þær upplýsingar hér, að þessi mál séu nú í endurskoðun og til athugunar á ýmsum stöðum og telur þess vegna að vissu leyti óþarft að tilnefna þá aðila til rannsóknar á þessu, sem getið er um í till., þá vildi ég benda þeirri hv, n., sem fær málið til meðferðar, á það að fá umsagnir þessara aðila um till. Þá kemur í ljós, hvort þeir vilja eitthvað með málið gera, ellegar ekki.