04.04.1962
Sameinað þing: 48. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 738 í D-deild Alþingistíðinda. (3765)

308. mál, flutningur fólks frá Íslandi

Fyrirspyrjandi (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Á síðasta þingi var samþykkt þáltill. þess efnis, að ríkisstj. léti fram fara nákvæma athugun á því, hversu margt fólk hefur flutzt frá Íslandi á s.l. 10 árum. Ætlunin var að afla gagna, sem leiddu þetta mál í ljós, því að oft hafa orðið miklar umr. um þennan brottflutning, bæði hér á þingi og utan þings, og því ástæða til að láta vinna það verk og komast að raun um, hvað rétt er í þessu.

Mér er kunnugt um, að hagstofan hefur unnið að þessu verki, og virðist rétta leiðin til þess að fá niðurstöður af því starfi, þegar þær fást birtar, vera sú, að spyrja um þetta í fyrirspurnaformi hér á Alþingi, og þess vegna er þessi fyrirspurn fram lögð.