19.02.1962
Efri deild: 49. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 539 í B-deild Alþingistíðinda. (459)

36. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Við þessa umr. flytur allshn. tvær brtt. við frv.

Brtt. á þskj. 301 við 2. mgr. 1. gr. miðar til leiðréttingar. Í 2. mgr. 1. gr. frv. segir, að við sveitarstjórnarkosningar gildi eigi 3, tölul. 1. gr. laga um kosningar til Alþingis, en töluliður þessi fjallar um 5 ára búsetuskilyrðið. Af þessu orðalagi mætti ráða, að kosningarréttarskilyrði laga um kosningar til Alþingis, sem talin eru í töluliðum 1. gr., öðrum en 3. tölulið, gildi um sveitarstjórnarkosningar. Til þess er þó ekki ætlazt. 4. töluliður 1. gr. laga um kosningar til Alþingis fjallar um óflekkað mannorð, en samkvæmt 18. gr. sveitarstjórnarlaga frá 1961 gildir það skilyrði ekki við sveitarstjórnarkosningar. Brtt. á þskj. 301 er flutt af þessu tilefni til leiðréttingar.

Þá er brtt. á þskj. 294 flutt að gefnu tilefni frá hv. 5. þm. Austf. Heimildarákvæði það, sem lagt er til að lögfest verði um kosningu varasýslunefndarmanna samtímis kosningu aðalmanna, sem brtt. fjallar um, er í samræmi við heimildarreglur um kosningar varamanna í sveitarstjórnir við óhlutbundnar kosningar, eins og fyrir er mælt í 20. gr. sveitarstjórnarlaga frá 1961.

Að öðru leyti sýnist mér þessar brtt. ekki gefa tilefni til skýringa.