06.02.1962
Efri deild: 39. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 551 í B-deild Alþingistíðinda. (476)

95. mál, erfðalög

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Samkv. yfirlýsingu, sem hér var gefin við 2. umr. málsins, hefur allshn. Ed. tekið þetta mál til athugunar á milli umr. Sú athugun hefur ekki leitt til þess, að gerðar væru af hálfu nefndarinnar neinar brtt. við frv.

Ég vil geta þess, að fyrir nefndinni lá erindi frá Kvenréttindafélagi Íslands. Í því voru að vísu ýmsar athyglisverðar ábendingar, en þeim var þó þannig háttað, að nefndin taldi ekki ástæðu til að taka þær upp í þetta frv.

Eins og ég gat um í framsöguræðu við 2. umr. málsins hér, getur að vísu um orðalag á einstökum ákvæðum í þessu frv. orkað tvímælis, þannig að menn geta haft mismunandi smekk varðandi það efni, en nefndin sá ekki heldur ástæðu til þess að fara að gera brtt. um það efni.

Ég sé svo ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð.