10.10.1961
Sameinað þing: 0. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (5)

Rannsókn kjörbréfs

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Lögum samkvæmt og þingsköpum á aldursforseti að stýra fundum Alþingis í upphafi, þar til forseti sameinaðs þings hefur verið kjörinn. Nú er hér mættur á þingi Jón Pálmason, sem hv. 2. þm. Norðurl. v. Ef ég man rétt, er hann nokkru eldri en sá hv. þm., sem nú situr í forsetastóli, og ég vil því leyfa mér að skjóta því fram til athugunar, hvort það sé ekki hv. 2. þm. Norðurl. v., Jón Pálmason, sem nú eigi að stýra fundi Alþingis, þar til kjör forseta hafi farið fram.