26.02.1962
Neðri deild: 55. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í B-deild Alþingistíðinda. (630)

14. mál, heyrnleysingjaskóli

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Hæstv. forseti. Ég geri ekki ráð fyrir og hef ekki heyrt annað í menntmn. en að gert sé ráð fyrir, að þessi skóli veiti alla þá þjónustu, sem hann hefur veitt og getur veitt. Það fer ekkert á milli mála um það. Ég vil að sjálfsögðu ekki deila um bein læknisfræðileg atriði við hv. þm. Það væri æskilegt að gera það á öðrum vettvangi.