10.10.1961
Sameinað þing: 0. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í B-deild Alþingistíðinda. (7)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. 3. kjördeildar (Alfreð Gíslason bæjarstjóri):

Herra forseti. 3. kjördeild hefur yfirfarið kjörbréf Sveins S. Einarssonar, sem kallaður hefur verið til þings í forföllum Ólafs Thors, 1. þm. Reykn. Það er smávægileg villa, sem kjördeildin fann í bréfinu, sem annaðhvort mun stafa af ritvillu eða af misgáningi, þ.e. að Sveinn S. Einarsson er þar talinn hafa hlotið kosningu sem 2. varaþm., en kjörbréf hans sem 2. varaþm. hefur sennilega verið gefið út, áður en gefið var út kjörbréf til mín sem 8. landsk. þm., en ég átti þriðja sæti á lista Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi. Þetta er aðeins smávægileg villa, en Sveinn S. Einarsson er 1. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi. Þess var óskað, að ég gæti um þetta. Hefur kjördeildin að öðru leyti einróma lagt til, að kosning Sveins S. Einarssonar verði tekin gild og kjörbréf hans samþykkt.