27.03.1962
Neðri deild: 77. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 757 í B-deild Alþingistíðinda. (743)

130. mál, eftirlit með skipum

Frsm (Björn Fr. Björnsson):

Hæstv. forseti. Frv. þetta, sem varðar breytingu á lögum nr. 50/1955, um eftirlit með skipum, er flutt í því skyni að færa ákvæði þeirra laga til samræmis við þær breytingar, sem gerðar hafa verið nýverið á ákæruvaldinu. Samkvæmt því er saksóknara ríkisins fengið vald það, sem verið hefur og er enn í höndum dómsmrh. Auk þessa eru ákvæði í frv., sem einungis eru til samræmingar lögum um meðferð opinberra máta. Þótti allshn. rétt að mæla með því, að frv. yrði samþ. óbreytt, eins og það hefur verið flutt hér á þingi af hálfu dómsmrh. Við afgreiðslu málsins í allshn. voru 2 nm. fjarstaddir.