16.10.1961
Efri deild: 4. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í B-deild Alþingistíðinda. (75)

12. mál, skemmtanaskattsviðauki

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Um langt árabil hefur skemmtanaskattur verið innheimtur með nokkrum viðauka. Skemmtanaskattur af kvikmyndasýningum hefur verið innheimtur með 200% álagi og skattur af öðrum skemmtunum með 20% álagi. Frá því Alþingi fyrst samþykkti þetta álag á skemmtanaskattinn, hefur það ávallt framlengt lagaákvæði um þessa skattheimtu til eins árs í senn. Þó að um það megi eflaust deila, hvort lagasetning um skattheimtu skuli aðeins látin gilda til eins árs í senn, hefur Alþ. aldrei ákveðið að hverfa frá þessu, og þess vegna er nú frv. um framlengingu þessa skatts, sem gilt hefur um langt árabil undanfarið, nú enn flutt. í því eru engar efnisbreytingar, þar er aðeins um að ræða framlengingu á skatti, sem verið hefur lengi í gildi.

Ég vil leyfa mér að óska þess, herra forseti, að þessu frv. verði vísað að lokinni umr. til 2. umr. og hv. menntmn.