09.02.1962
Efri deild: 44. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 757 í B-deild Alþingistíðinda. (750)

131. mál, prentréttur

Frsm. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Þetta frv. til laga um breyt. á l. nr. 57 10. apríl 1956, um prentrétt, fjallar einungis um það, að í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 26. gr. laganna komi: saksóknari ríkisins. — Upphaf 26. gr. fjallar um það, að dómsmrh. geti fengið lagt lögbann við sölu eða dreifingu hérlendis á riti, sem prentað er erlendis, ef talið er, að efni þess varði við lög. Með frv. er lagt til, að þetta vald verði lagt í hendur saksóknara ríkisins, og er það í samræmi við önnur ákvæði um ákæruvaldið, sem lögákveðin hafa verið nú undanfarið.

Allshn. þessarar hv. d. hefur fjallað um þetta frv. og mælir með því, að það verði samþykkt óbreytt, en einn nm., hv. 9. þm. Reykv., var ekki viðstaddur, þegar nefndin fjallaði um málið.