27.03.1962
Neðri deild: 77. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 758 í B-deild Alþingistíðinda. (758)

131. mál, prentréttur

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Hæstv. forseti. Það er líku að gegna um þetta frv., sem hér liggur fyrir, og hið fyrra, sem ég ræddi. Hér er einvörðungu um samræmisbreytingu að ræða, þannig að ákæruvald í þeim málum, sem getur um í lögum um prentrétt, nr. 57/1956, er fært úr hendi dómsmrh. og í hendur saksóknara ríkisins. Þykir allshn. rétt að mæla með þessu frv. eins og það liggur fyrir. Við afgreiðslu voru 2 nm. fjarstaddir. Þykir mér ekki ástæða til að ræða málið frekar.