06.02.1962
Efri deild: 39. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í B-deild Alþingistíðinda. (763)

133. mál, birting laga og stjórnvaldaerinda

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þetta litla frv. er flutt af hálfu dómsmrn., en samkvæmt beiðni utanrrn. Stendur svo á, að utanrrn. er að undirbúa útgáfu samninga Íslands við önnur ríki. Er ráðgert, að það safn nái fram til ársloka 1961, og þykir heppilegra, að eftir þann tíma verði slíkir milliríkjasamningar gefnir út í sérstakri deild Stjórnartíðinda, í stað þess að nú þarf að leita að þeim innan um annað efni A-deildar. Er um að ræða hreint fyrirkomulagsatriði, sem sýnist vera til hagræðis og því rétt að samþykkja frv. Leyfi ég mér að leggja til, að það verði afgreitt til 2. umr. og hv. allshn.