26.02.1962
Neðri deild: 55. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í B-deild Alþingistíðinda. (770)

133. mál, birting laga og stjórnvaldaerinda

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Hæstv. forseti. Þetta litla frv. fjallar um nokkra breytingu á útgáfu Stjórnartíðinda og er þess efnis, að hér eftir verði gefin út sérstök C-deild, þar sem birtir skulu samningar við önnur ríki og auglýsingar varðandi gildi þeirra. Þessi till. kemur af því, að langt er komið útgáfu á gildandi samningum við önnur ríki, og ætlazt er til, að þeim verði safnað allt til síðustu áramóta, en eftir það þykir hentara, að þeirra sé hægt að leita í sérstakri deild Stjórnartíðindanna, þar sem þeim verði ekki blandað saman við annað efni. Frv. hefur þegar fengið afgreiðslu í hv. Ed. Leyfi ég mér að leggja til, að því verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.