29.03.1962
Efri deild: 74. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 768 í B-deild Alþingistíðinda. (796)

146. mál, almannatryggingar

Frsm. (Kjartan J. Jóhannsson):

Herra forseti. Nefndin hefur rætt frv. og mælir einróma með samþykkt þess. Ég vil þó geta þess, að ég tel, að ástæða væri til að athuga þá heimild, sem felst í 1. gr., til þess að sjúkrasamlag geti ákveðið að láta sjúklinga greiða læknishjálp að fullu, en endurgreiða sjúklingum síðan sinn hluta. Þetta er mjög óþægilegt í framkvæmd, bæði fyrir sjúklinga og lækna, og vil ég vænta þess, að þetta verði tekið til athugunar af þeirri nefnd, sem er að endurskoða lögin um almannatryggingar og væntanlega lýkur störfum fyrir næsta þing. Sömuleiðis vildi ég vænta þess, að 2. gr. frv. yrði athuguð af þeirri sömu nefnd. Með tilvísun til þessara orða vil ég leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt og vísað til 3. umr.