05.04.1963
Efri deild: 68. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1134 í B-deild Alþingistíðinda. (1093)

213. mál, meðferð einkamála í héraði

Frsm. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Allshn. þessarar hv. d. hefur fjallað um þetta frv., sem til hennar var vísað fyrir nokkru. Efni þess er aðallega fjórþætt: Í fyrsta lagi sjálfsagðar leiðréttingar á vissum atriðum laga þeirra, sem nú gilda um meðferð einkamála í héraði, í það horf, sem nú á við, svo sem að í stað „lögmaður“ komi: borgardómari — á nokkrum stöðum, í stað „konungur“ komi: forseti. — Í öðru lagi breyt. á ýmsum sektarákvæðum l. í nútímahorf. Í þriðja lagi breyt. á úreltum ákvæðum l. um þóknun til þingvotta, vitna, matsmanna, sáttanefndarmanna og sjó- og verslunardómsmanna. Og í fjórða lagi breyt. á ákvæði núgildandi l., að sáttanefndir skuli hafa heimild til að úrskurða fjárhæðir allt að 5000 kr. í stað 500 kr., sem lögin ákveða nú. Þessar breytingar eru ekki aðeins skynsamlegar, heldur má segja, að þær séu nauðsynlegar.

Allshn, leggur einróma til, að frv. verði samþ. Ég vil benda á það, að í 18. gr. frv, er prentvilla. Þar stendur: „Sektarfjárhæðir allar í 1. mgr. 187. gr. falli niður“ — á að vera: 188. gr.