25.03.1963
Neðri deild: 59. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1159 í B-deild Alþingistíðinda. (1121)

215. mál, Tækniskóli Íslands

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég er vel kunnugur þeim sjónarmiðum, sem hv. 1. þm. Vestf. (GíslJ) lýsti í síðustu ræðu sinni varðandi iðnnámið og samband nemanda og meistara. En ég er líka kunnugur þeim sjónarmíðum, sem um þetta efni er haldið fram af hálfu iðnaðarmannasamtaka, bæði meistara og sveina. Hér ber mjög mikið á milli og mjög mikilvægt, að málið sé þrautrætt og þaulhugsað, áður en. endanlegar till. um breytingar á gildandi fyrirkomulagi koma fyrir hið háa Alþingi. Ég hef viljað vinna að því, að það gæti orðið sem fyrst, því að mér hefur lengi verið ljóst, að nokkurra breyt, er þörf í þessum efnum. Einmitt þess vegna var það, sem menntmrn. efndi til þeirrar endurskoðunar á iðnfræðslulöggjöfinni, sem nú á sér stað, og ég vona, að ekki liði langur tími, þangað til niðurstaða af því nefndarstarfi liggur fyrir.

Annars var það fsp. hv. 3. þm. Norðurl. e. (Gís1G), sem gaf mér tilefni til þess að segja lokaorð í þessum umr. Hv. þm. spurði, hvort það væri meiningin með þessu frv., að vélstjórar ættu framvegis að vera tæknifræðingar. Það er að sjálfsögðu ekki meiningin. Einmitt þess vegna er þannig tekið til orða í 6. gr., að skólinn skuli starfa í deildum og ein þeirra vera vélstjóraskóli. Af þessu á að draga þá ályktun, og það er skýrt tekið fram í grg., að vélskólinn í Reykjavík, eins og hann er nú samkv. þeim lögum og reglum, sem um hann gilda, á framvegis að starfa innan vébanda hins nýja tækniskóla, þangað til auðvitað lögum eða reglum um vélskólann verður breytt. Þá munu þær breyttu reglur gilda.