18.04.1963
Efri deild: 77. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1313 í B-deild Alþingistíðinda. (1232)

246. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Karl Kristjánsson:

Herra forseti. Ég flutti hér í þessari hv. d. brtt. við frv. um tollskrá á þá leið, að 5% af heildarverðtolli yrðu látin ganga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sú till. var felld. Nú kemur hún endurfædd í því frv., sem hér liggur fyrir, og hef ég vitanlega sérstakar ástæður til að fagna því. Mér er það sönnun fyrir því, að till, mín var réttmæt og að hún var hæfilega sniðin, miðuð við 5% af verðtollstekjum.

Ég mæli þess vegna að sjálfsögðu eindregið með þessu frv. og sé ekkert eftir því, þó að hæstv. fjmrh. hafi notað mitt smíðajárn. Enn fremur vil ég mæla með því, eins og sakir standa, að frv. verði ekki látið ganga til n. ag tafið með því. Ég vænti þess, að hæstv. forseti sjái ekki ástæðu til að telja það galla á frv., þó að það innihaldi sömu prósentu til jöfnunarsjóðs af sama stofni og búið vat að fella hér till. um. Mér er svo annt um þetta mál, að ég vænti þess, að hann sjái ekki ástæðu til þess að telja vera óréttmætt skv. þingsköpum að endurflytja till. mína þannig.