19.04.1963
Neðri deild: 77. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1316 í B-deild Alþingistíðinda. (1245)

246. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Í frv. þessu, sem hæstv. ráðh. var að mæla fyrir, er till. um, að 5% af verðtollstekjum ríkissjóðs skuli framvegis renna til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þessi till. er að heita má samhljóða till., sem við framsóknarmenn fluttum sem brtt. við tollskrárfrv. í báðum d. þings, en þá var ekki á fallizt. Till., sem ég bar fram um þetta, var felld hér í hv. d. í gær. Nú er það gott, að hæstv. stjórn hefur tekið till. upp. Hún ætti eiginlega að gera meira að því að taka upp till. okkar framsóknarmanna og bera þær fram til sigurs. Ég mun að sjálfsögðu greiða atkv. með þessu, eins og ég gerði í gær, og ég vænti þess, að hv. þm. stjórnarflokkarma greiði jafnfúslega atkv. með till. nú í dag eins og þeir greiddu fúslega atkv. gegn henni á fundinum í gær.

Annars er ýmislegt skrýtið, sem gerist, eins og stundum er, nú 8 síðustu dögum þingsins. Hér eru á dagskránni efst tvö stjfrv., bæði um breyt. á sömu lögunum. Hefði verið meiri tími til umsvifa, hefði farið betur að sameina þetta í eitt, en ég geri ekki neina till. um það, eins og nú er ástatt.