17.04.1963
Neðri deild: 72. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1327 í B-deild Alþingistíðinda. (1281)

243. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég vil fyrst þakka hv. menntmn. fyrir skjóta og góða afgreiðslu á þessu frv.

Hv. frsm. n. gat þess, að n. hefði rætt það við mig í gær, hvort ákvæði frv. um, að heimilt yrði að undanþiggja unglingaskemmtanir skemmtanaskatti, væru alveg ótvíræð, en bað kemur fram í grg., að það er tilgangurinn með flutningi frv. m.a., að unglingaskemmtanir verði ekki skemmtanaskattsskyldar. Ég svaraði n. því í gær þannig og gerði það með beztu samvizku, að ég teldi og embættismenn hefðu talið ákvæði frv. um þetta efni alveg ótvíræð og það þyrfti ekki að gera breyt. á frv. til að tryggja, að þetta yrði svo. Í morgun bað ég hins vegar embættismennina um að athuga þetta atriði nánar, og varð þá niðurstaða þeirra, að öruggara væri að hafa sjálfstætt ákvæði um það í l. ef samþykkt verða, að heimilt sé að undanþiggja skemmtanaskatti dansleiki, sem unglingar frá 16–21 árs aldurs eiga einir aðgang að, enda sé aðgangur seldur vægu verði og fullnægt öðrum skilyrðum, er ráðh. setur.

Í samræmi við þetta hef ég leyft mér að flytja brtt., sem nýlega hefur verið útbýtt, þessa efnis, sem ég nú hef getið, og vona, að þm. geti verið mér sammála um að samþykkja hana. Þetta var tilgangur og hefur alltaf verið tilgangur ríkisstj. með flutningi frv., að svona yrði þetta, og auðvitað sjálfsagt að hafa ákvæðin þannig, að um þetta geti engin deila orðið eftir á, að þessi heimild sé raunverulega fyrir hendi.

Á annað atriði vildi ég og minnast, sem hv. frsm. gat um í framsöguræðu sinni, og það er, frá hvaða tíma vínveitingahúsin skuli fara að innheimta þann aðgangseyrí, sem gert er ráð fyrir að þau taki að innheimta, ef þetta frv. verður að lögum. Í frv. sjálfu var miðað við tímann kl. 6 að kvöldi, og var það gert samkv. till. tollstjóra. Síðar hefur verið á það bent af hálfu veitingamanna, eins og hv. frsm. tók fram í ræðu sinni, að vínveitingar byrja ekki í vinsöluhúsunum fyrr en kl. 7, en grundvöllur þeirrar skattlagningar, sem hér er gert ráð fyrir, er, að um vínveitingar í þessum skemmtihúsum sé að ræða. Ég tel fyrir mitt leyti þessa aths. veitingamanna vera réttmæta, að það sé óeðlilegt að láta gjaldskylduna koma til framkvæmda, áður en húsin hafa rétt til að selja áfengi, og því nauðsynlegt að breyta þessu ákvæði. Hins vegar hafa í gær og dag farið fram umr. um það við veitingamenn, hvaða tími sé þarna æskilegastur. Að höfðu samráði við fulltrúa tollstjóra taldi hann í gær eðlilegast að flytja tímann aftur alveg til kl. 8. Í morgun hafa hins vegar embættismenn og tollstjóri sjálfur og fulltrúi lögreglustjórans, sá sem fjallar um eftirlit með þessum húsum komið að máli við mig og lagt eindregið til, að tíminn yrði ekki fluttur aftur alveg til 8, heldur aðeins til 7, það sé sá eðlilegi tími við að miða, því að vínveitingaheimildin hefjist kl. 7 og það sé sá eðlilegi viðmiðunartími. Umr. standa hins vegar yfir um málið við veitingamennina, því að ég tel mjög æskilegt, að samstaða við þá geti fengizt um framkvæmd málsins. Þeim umr. er hins vegar ekki lokið, og ég vil leyfa mér að fara fram á það við hv. menntmn., að hún taki till. sína þskj. 649 aftur til 3. umr. og haldið verði áfram umr. annars vegar við embættismennina og hins vegar við stjórn félags veitingaananna til að freista þess að fá samkomulag þessara aðila um það tímamark, sem eðlilegt þyki að miða skattheimtuna við.

Ég vil leyfa mér að fara fram á það við hv. n., að hún taki till. aftur til 3. umr., og mun beita mér fyrir því, að viðræður haldi áfram í þeirri von, að samkomulag geti náðst um þá breytingu, sem nauðsynleg er, og það er nauðsynlegt að breyta ákvæðinu um viðmiðunina kl. 6 að kvöldi.