12.02.1963
Neðri deild: 40. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1446 í B-deild Alþingistíðinda. (1496)

91. mál, siglingalög

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Í brtt. á þskj. 254 er til þess ætlazt, ef till, verður samþ., að vátryggingarsala skuli ekki skylt að inna af hendi vátryggingarfé fyrr en 14 dögum eftir að hann átti þess kost að afla þeirra upplýsinga, er þörf var á, til þess að sannprófa atburðinn og ákveða upphæð bótanna. Ég vildi gjarnan spyrja hv. frsm., hvað er hugsað, að sá frestur geti orðið langur. í sjálfri gr. er ekkert tekið til um það, hver á að meta það, hvenær hann hefur ekki lengur kost á að kynna sér þetta atriði. Það getur vel farið svo, að hann geti aldrei kynnt sér þetta atriði. Þegar skip ferst og ekkert spyrst til þess, þá getur vei farið svo, að vátryggingarsali eigi þess aldrei kost að leita þeirra upplýsinga. Ég vildi því biðja af þessu tilefni hv. n. að athuga, hvort ekki sé þörf á að gera þessa brtt. nokkru skýrari, til þess að fyrirbyggja allan misskilning. Það gæti e.t.v. verið nægilegt, að það kæmi fram hér í framsögu, hvað n. hugsar sér, að þessi frestur gæti verið lengstur.