03.04.1963
Sameinað þing: 44. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1848 í B-deild Alþingistíðinda. (1826)

Efnahagsbandalagsmálið

Eysteinn Jónsson:

Ég vildi leyfa mér að beina þeim tilmælum til hæstv. forseta, að hann taki nú fyrir á þessum fundi og léti ræða skýrslu ríkisstjórnarinnar um Efnahagsbandalagið. Þessi skýrsla hefur oft verið á dagskrá, en ekki verið tekin fyrir nema sárasjaldan. Það munu vera nærri því fimm mánuðir, síðan skýrslan var upphaflega flutt og tekin til umr., og sumir af þeim, sem kvöddu sér hljóðs í nóvembermánuði, hafa ekki enn fengið að komast að til að flytja mál sitt. Og á þeim 64 dögum, sem liðnir eru, síðan hv. Alþingi kom saman aftur eftir jólaleyfið, hefur till. aðeins einu sinni verið tekin fyrir.

Ég vildi beina þessum tilmælum til hv. forseta, að hann taki nú till. fyrir á þessum fundi, þegar hann hefur lokið fsp., og láti síðan halda umræðunum áfram um þetta mál, þangað til þessu er lokið.