30.01.1963
Sameinað þing: 27. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1972 í B-deild Alþingistíðinda. (1897)

Varamenn taka þingsæti- rannsókn kjörbréfa

forseti (FS):

Frá forseta Nd. hefur svofellt bréf borizt:

„Reykjavík, 30. jan. 1963.

Mér hefur borizt svo hljóðandi símskeyti frá Jónasi Péturssyni, 3. þm. Austf.:

„Þar sem ég get ekki mætt á Alþingi næstu daga vegna annarra starfa, leyfi ég mér að óska þess, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að varamaður Sjálfstfl. í Austurlandskjördæmi, Einar Sigurðsson, taki sæti mitt á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Jóhann Hafstein,

forseti Nd.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Kjörbréf Einars Sigurðssonar hefur áður verið rannsakað og samþykkt, og tekur hann því nú sæti Jónasar Péturssonar hér á Alþingi, og býð ég hann velkominn.