20.12.1962
Sameinað þing: 25. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1984 í B-deild Alþingistíðinda. (1948)

Þingsetning

Eysteinn Jónsson:

Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. forseta fyrir hlýjar óskir hans í garð þm. Enn fremur vil ég flytja honum þakkir fyrir samstarfið um þingstörfin í Sþ. á þeim hluta þingsins, sem af er. Ég vil einnig — og ég veit, að ég mæli þar fyrir munn alls þingheims — alveg sérstaklega óska hæstv. forseta alls hins bezta á því ári, sem nú fer í hönd, og þakka honum fyrir samstarfið á liðna árinu. Ég vona, að við eigum eftir að sjá hann hér hressan og glaðan, þegar við komum saman aftur eftir áramótin og höldum áfram starfi þessa Alþingis. Ég vil biðja menn að taka undir óskir mínar til handa hæstv. forseta með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]