06.04.1963
Sameinað þing: 45. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1986 í B-deild Alþingistíðinda. (1959)

Þingrof

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Ég vil í sambandi við þingrofsboðskapinn, sem hæstv. forsrh. var að enda við að lesa, gera eina aths., þ.e. koma á framfæri hér mótmælum gegn kjördagsvali hæstv. ríkisstj. Ég vil, að það komi fram við þetta tækifæri.

Síðasti sunnudagur í júní er lögfestur kosningadagur að vel yfirlögðu ráði, og hefði átt að halda sér við hann, þar sem engar knýjandi ástæður eru til að breyta frá því. Ég vil benda á, að 9. júní er svo snemma vors, að þá getur verið allra veðra vona, a.m.k. á Vestur,- Norður,- og Austurlandi. Þessi dagur er rétt í lok sauðburðar og það getur orðið að stóróhappi, ef illa viðraði um þessar mundir og

menn væru önnum kafnir við að bjarga lambfé sínu í stórviðrum. Gæti það orðið að stórfelldu vandamáli fyrir þá, sem þar eiga hlut að máli. Enn fremur getur færi verið þannig á þessum tíma, að það getur beinlínis hamlað mönnum að sækja fjörfund, ef illa viðrar, og er skemmst að minnast í þessu sambandi 8. júní 1959. Þá var stórhríð a.m.k. á Norður- og Austurlandi. Ég vil þess vegna koma þessum mótmælum á framfæri nú.