03.12.1962
Efri deild: 25. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 183 í C-deild Alþingistíðinda. (2090)

56. mál, vegagerð á Vestfjörðum og Austurlandi

Magnús Jónsson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessar umr. mikið, en það voru þrjú atriði í ræðu hv. síðasta ræðumanns, sem valda því, að ég stíg hér upp í ræðustólinn. Án þess að ég ætli að orðlengja um þau atriði, vil ég aðeins vekja athygli á þeim.

Hv. þm. lauk ræðu sinni með því að skora á frsm. hv. meiri hl. samgmn., að hann upplýsti um störf nefndar þeirrar, sem starfað hefur að endurskoðun laga um vegi. Ég er nú sannast sagna dálítið hissa á þeim hv. þm., sem þessar kröfur hafa borið fram, ekki vegna þess, að þeir óski eftir að fá upplýsingar um þetta mál, það er ekki nema eðlilegt, en að ætlast til þess af nm. í n., sem starfað hefur eftir skipun ríkisstj. til að vinna að undirbúningi frv., sem að sjálfsögðu fer til hennar og kemur svo væntanlega upp, þegar kemur til kasta þingsins, það finnst mér í hæsta máta óeðlilegt, og í rauninni væri það í alla staði óviðeigandi, að nm., hvort sem það er í þessari nefnd eða annarri, færu á því stigi málsins, sem þetta mál er nú, að upplýsa opinberlega, hvað hefði staðið í slíkum álitsgerðum. Það kemur auðvitað á daginn, hvað þar er, og það kann vel að vera, að það væri eðlilegt að beina tilmælum um það til hæstv. ráðh., sem þau mál heyra undir, en mér sýnist hvorki sanngjarnt né eðlilegt að ætlast til þess af nm. í slíkri nefnd, að þeir gefi upplýsingar á þingi um slíkt.

Það voru svo tvö atriði önnur í ræðu hv. þm., sem mér fundust þess eðlis, að það væri vert að benda á þau. Annað var það, sem oft kemur fyrir og hv. stjórnarandstæðingar birta stundum útreikninga um, þ.e. hvað ýmiss konar framlög hafi hlutfallslega lækkað í tíð núv. hæstv. ríkisstj.

Og nú síðast var það hv. 5. þm. Austf., sem taldi það vera sönnun þess, hve illa hefði verið á málum haldið af hæstv. núv. ríkisstj., vegamálum, að það hefði stórum lækkað hlutfallstala þess fjár, sem varið er til vega. Auðvitað er hér ekki um nein rök að ræða og staðhæfing sem þessi gersamlega út í hött, vegna þess að ástæðan til þess, að hækkanir hafa orðið á fjárlögum miklu meiri en nemur hlutfallshækkunum á framkvæmdaliðum og mörgum öðrum liðum fjárlaga, er fyrst og fremst sú, að það hafa verið teknir upp nýir starfshættir eða aukizt stórlega við þá þætti, sem áður voru. Má þar til nefna t.d. tryggingalögin, en allir vita, að stærsti útgjaldaliðurinn er til aukningar á tryggingunum. Og ýmsar aðrar stórfjárhæðir eru í fjárlögum, sem voru þar ekki áður eða miklu lægri og varið hefur verið til ýmissa hluta, m.a. í sambandi við þær ráðstafanir, sem gerðar voru í efnahagsmálum, svo sem tryggingarnar, niðurgreiðslur o.fl. til þess að mæta þeim vandkvæðum, sem af þessum ráðstöfunum yrðu fyrir almenning, og létta byrðar þeirra. Og það gefur nokkurn veginn auga leið, að ef það hefði átt að hækka alla aðra útgjaldaliði fjárlaga, væri það náttúrlega orðin ein hringavitleysa. Og það er jafnframt ljóst, þegar við förum að skoða þessi mál lengra aftur í tímann, að það hafa stöðugt verið að koma inn í fjárlög á hinum ýmsu tímum nýjar og nýjar starfsgreinar, nýjar og nýjar fjárveitingar, sem hefur ekki áður verið veitt fé til, og ef jafnan hefði átt að hækka hlutfallslega öll framlög í fjárlögum, sem til annarra hluta hafa staðið, hvað svo sem það heitir, þá hefði það auðvitað verið gersamlega útilokað. Og það vill nú svo til, og það vita allir hv. þm., að áður hafa verið gerðar ráðstafanir, bæði gengisbreyting og aðrar hliðstæðar ráðstafanir þeim, sem nú hafa verið gerðar, og það án þess að gera nokkra tilraun til þess að hækka útgjaldaliði í fjárlögum til opinberra framkvæmda. Þetta er ekki ný bóia. M. a. var það í gengisbreytingunni 1950, og þegar yfirfærslugjaldið var lagt á 1958 eða stórhækkað, þá voru engar slíkar breytingar gerðar til hækkunar á fjárframlögum í þessu sambandi. Ég er ekki með þessu að saka neitt þær ríkisstj., sem þá voru, heldur aðeins að benda á, að það er ekki eðlilegt, þegar slíkar breytingar verða á fjárlögum af ýmsum ástæðum, að það endilega þurfi að leiða til þess, að hækkun verði á öðrum liðum einnig. Þetta veit ég, að jafnglöggur maður og hv. 5. þm. Austf. gerir sér fullkomlega ljóst, og það er því engin ástæða til þess að byrsta sig yfir því, að það hitti illa núv. stjórnarflokka, að það hafi ekki orðið meiri hækkanir á fjárframlögum til vega heldur en reynzt hafa, og ég er ekki alveg viss um, ef á að taka hlutfallstölur um það, hvernig sú útkoma yrði á síðustu 10 árum, skulum við segja, með þær hækkanir.

Svo var annað atriði, sem má kannske segja að sé smáatriði, en átti að vera svar við því, að það hefur verið talið óeðlilegt að flytja þetta frv. nú, þar sem hv. flm. frv. væru ekki í stjórnaraðstöðu, og spurzt hefur verið fyrir um, af hverju þeir hefðu ekki flutt þetta frv., þegar þeir hefðu ráðið. Mér fannst það, sem helzt varð lesið út úr svari hv. þm., vera mjög eftirtektarvert, því að það varð naumast annað út úr því fengið en að það væri kjördæmabreytingin, sem hefði gert það að verkum, að nú væri hafizt handa um að reyna að lagfæra þetta misrétti. Áður hefði það í rauninni ekki verið hægt. Og það er út af fyrir sig mjög eftirtektarvert fyrir þá, sem stóðu að kjördæmabreytingunni, ef það er virkilega svo, að þetta hafi opnað möguleika til þess að bera fram mál eins og þetta, sem hv. flm. telja mikið réttlætismál og ég vil alls ekkert úr draga. Það er margt, sem ógert er í vegum í þessum landshlutum. En það kemur manni dálítið einkennilega fyrir eyru að heyra, að það hafi í rauninni ekki verið skilyrði til þess áður hjá hv. flm. að hreyfa þessu máli á þessum grundvelli og því sé það fyrst nú eða á síðasta þingi, sem hafi verið möguleiki til þess að koma þessu umbótamáli í það horf, sem þeir flytja það.

Ég skal svo ekki á neinn hátt metast um það, hvað þeir hver um sig, þessir hv. þm., hafa reynt fer auðvitað víðs fjarri, að endilega þurfi að vera, að vegalög verði framvegis í sama horfi og þau hafa verið til þessa. Það er fullkomin ástæða til þess að ætla, að það væri jafnvel heppilegt að gera á þeirri tilhögun ýmsar breytingar, sem ég skal ekki segja, hver niðurstaða verður um. En mér sýnist ekki vera ástæða a.m.k. til þess að ganga út frá því sem gefnu, að vegalög verði endilega í því formi, sem þau hafa verið til þessa. Mér sýnist öll rök mæla með því, að sá háttur verði á hafður, sem meiri hl. samgmn. leggur hér til. Það hefði kannske verið heppilegast, að frv. hefði ekki verið afgreitt, og ég er satt að segja næsta hissa á því, að hv. flm. skyldu ekki heldur velja þann kostinn að láta afgreiðslu frv. eitthvað bíða, til þess að, — hvað sagði hv. þm.? (SE: Ekki taldi meiri hl., að ætti að láta það bíða.) Mér skilst, eftir því sem hann segir í nál., að hann hafi viljað gefa kost á því, en aðrir hafi óskað eftir því, og það er af virðingu fyrir óskum minni hl. hv. þm., að þetta er gert. Og ég efast a.m.k. ekkert um það, að ef flm. hefðu óskað eftir því, að það yrði þá fremur beðið en málið afgreitt formlega, þá hefði það verið gert. að fá í vegafé í sín kjördæmi. Ég efast ekkert um það, að þeir hafa allir, þm. þessara fjórðunga, lagt sig fram um það, svo sem þeir hafa megnað, að afla fjár í sín kjördæmi. Þeir hafa sennilega staðið þar nokkuð vel að vígi, því að þeir menn, sem lengst hafa gegnt embættum samgmrh. og fjmrh., hafa verið þm. þessara landshluta, þ.e.a.s. einstakra héraða að vísu, þannig að þeir hafa kannske ekki þess vegna getað látið fólkið njóta sín eins og þeir ella hefðu gert, ef þessi ágæta kjördæmaskipun hefði verið komin á, meðan þeir réðu.

Varðandi svo loksins eitt atriði enn, að það sé ekki óeðlilegt, að þetta frv. nái fram að ganga, hvað sem líður endurskoðun vegalaga, þá er það að því leyti misskilningur, að það hefði ekki verið gert ráð fyrir því, að í endurskoðun vegalaganna yrði jafnframt till. um það, hvernig ætti að afla fjár til þeirra framkvæmda, sem gert er ráð fyrir. Það hlýtur óneitanlega að vera þáttur í þessu máli, sem hér hefur verið til rannsóknar, að það komi till. um það einnig frá vegalagan. Og því

En eins og sakir standa nú, þá sé ég ekki, að það sé nokkur möguleiki til þess að afgreiða frv. á annan veg en hér er lagt til.