17.12.1962
Neðri deild: 29. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 194 í C-deild Alþingistíðinda. (2105)

49. mál, félagsheimili

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. menntmn. fyrir góða afgreiðslu þessa máls og þann rétta skilning, sem formaður n. setti fram í ræðu, sem var nú að ljúka. Ég vil vænta þess, að hæstv. forseti að loknu þinghléi stuðli að því að hraða málinu út úr deildinni.

Ég sé ekki ástæðu til að víkja orðum að því, sem hv. 1. þm. Vestf. sagði hér áðan í sambandi við það að fresta málinu. Hv. formaður menntmn. gerði grein fyrir, hver eru sjónarmið n. í þessu máli, og þau eru alveg samhljóða því, sem sett hefur verið fram, bæði í grg. með málinu og í framsögu á sínum tíma. En ég er persónulega sannfærður um, að ummæli hv. form. menntmn. eru réttmæt, þau, að ef tekst að hverfa að því fyrirkomulagi, sem hugsað er í málunum samkv. breytingunni, sem við Austfirðingarnir berum fram, þá sé ástæða til að vænta þess, að það verði frekar sparnaður í framtíðinni fyrir sjóðinn og enn fremur miklu meiri hagkvæmni fyrir þá, sem koma til að njóta fétagsheimilanna.