17.12.1962
Neðri deild: 29. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í C-deild Alþingistíðinda. (2109)

49. mál, félagsheimili

Forseti (JóhH):

Það hefur komið fram ósk frá hv. 1. þm. Vestf. (GíslJ) um að fresta umr. þessa máls. Í sjálfu sér skiptir ekki miklu máli, hvort umr. er frestað nú eða það gengur til 3. umr., þetta er í fyrri deild. Þó er kannske rétt að ganga ekki fram hjá slíkri ósk. En ég vil taka það fram af tilefni þeirra ummæla, sem fram komu frá hv. flm., að forseti mun á engan hátt draga úr því, að málið fái eðlilega og skjóta afgreiðslu að þinghléinu loknu.