05.04.1963
Neðri deild: 66. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 628 í C-deild Alþingistíðinda. (2457)

200. mál, fiskveiðar í landhelgi

Flm. (Þórarinn Þórarinsson):

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessar umr. mikið, en ég skal aðeins vekja athygli á því, að þegar fréttir eru sagðar af fyrirætlunum ríkisstj. á erlendum vettvangi, þá virðast dálítið óvenjulegir hlutir eiga sér stað. T.d. þegar Adenauer segir frá því, að íslenzka ríkisstj. hafi viljað sækja um fulla aðild að Efnahagsbandalaginu, þá er sagt, að ]rað stafi af kölkun hjá honum, og þegar Evrópuráðið gefur út skýrslu um það, að ríkisstj. hafi viljað sækja um fulla aðild að Efnahagsbandalaginu, þá er það sagt stafa af óráðvendni hjá fréttamanni Evrópuráðsins. Ég vil aðeins segja það um þetta til þess að lengja þetta mál ekki um of, eð ég held, að kölkunina í þessu máti sé að finna annars staðar en hjá Adenauer, og ég held líka, að óráðvendnina í þessu máli sé að finna annars staðar en hjá fréttamanni Evrópuráðsins.