19.12.1962
Sameinað þing: 24. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1 í D-deild Alþingistíðinda. (2614)

122. mál, frestun á fundum Alþingis

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Till. þessi til þál. á þskj. 207, sem hér er til umr., kveður á um, að Alþingi álykti að veita samþykki sitt til þess, að fundum þingsins verði frestað frá 20. des. 1982 eða síðar, ef henta þykir, enda verði það kvatt saman á ný eigi síðar en 29. jan.

Slíkar till. sem þessi hafa oft verið fluttar á Alþingi, og þarf því ekki að gera sérstaka grein fyrir henni. Ég get þess aðeins, sem allir vita, að skv. stjórnarskránni getur forseti frestað þinginu, en þó ekki lengur en 14 daga án samþykkis Alþingis. Ríkisstj. hefur talið réttara að hafa þennan frest lengri, og það er það, sem till. fer fram á að heimila henni. Ég get þess í leiðinni, þó að þess sé ekki heldur þörf, að ef stjórnin álítur, að hentara sé, að þingið komi fyrr saman, þá mun hún að sjálfsögðu sjá um, að svo verði.

Ég vænti þess, að þessi till. fái afgreiðslu og þurfi ekki að valda neinum stórum ágreiningi.