20.02.1963
Sameinað þing: 31. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í D-deild Alþingistíðinda. (2681)

123. mál, alþjóðasamþykkt er varðar misrétti með tilliti til atvinnu

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég ætta ekki að ræða efni þessarar till. Ég ætla aðeins að beina því til hv, n., hvort hún vildi ekki íhuga það, hvort ekki væri réttara að breyta svolítið fyrirsögn till. Mér finnst þetta dálítið óviðkunnanlegt orðalag á fyrirsögninni, þegar talað er um samþykkt um misrétti. Ég hefði fellt mig betur við að það væri orðað þannig, að það væri alþjóðasamþykkt um að koma í veg fyrir misrétti eða útrýma misrétti, eins og ég held að hæstv. ráðherra hafi orðað það áðan í sinni ræðu. Ég sé ekki, að það sé endilega þörf á að hafa fyrirsögn samþykktarinnar á íslenzku nákvæmlega jafnmörg orð og eru á enskunni, sem er birt þarna með, og vildi þess vegna beina því til hv. n. að athuga þessa leiðréttingu á orðalagi.