03.04.1963
Sameinað þing: 44. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í D-deild Alþingistíðinda. (2695)

48. mál, endurskoðun veðlaga

Fram. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Efni þessarar till., sem er 48. mál, á þskj. 48, er að fela ríkisstj. að láta endurskoða ákvæði löggjafarinnar um veð, sbr. 1. nr. 18 4. nóv. 1887, ásamt síðari breytingum þeirra laga og undirbúa nýja heildarlöggjöf um það efni.

N. hefur rætt þetta mál og sent till. lagadeild háskólans til umsagnar. Lagadeildin mælti með því fyrir sitt leyti, að till. væri samþ., en vakti jafnframt athygli á því, að ástæða gæti verið til þess að endurskoða þær reglur, sem farið er eftir um sölu muna með eignarréttarfyrirvara. En með þessu er átt við það, þegar vara er seld með afborgunarskilmálum, þannig að seljandi telst áfram eigandi vörunnar, þangað til afborguninni er lokið.

Nm. eru sammála um að leggja til, að till. verði samþ. með þeirri breytingu, sem prentuð er í nál. á þskj. 42ð, að jafnframt verði endurskoðaðar reglur um sölu muna með eignarréttarfyrirvara.