06.02.1963
Sameinað þing: 28. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í D-deild Alþingistíðinda. (2739)

95. mál, rafmagnsmál Kjalarneshrepps og Kjósarhrepps

Flm. (Matthías A. Mathiesen):

Herra forseti. Ég hef leyft mér á þskj. 115 að flytja till. til þál. um úrbætur á rafmagnsmátum í Kjalarneshreppi og Kjósarhreppi, sem hljóðar þannig:

„Alþingi ályktar að fela raforkumrh. að láta fram fara, svo fljótt sem auðið er, úrbætur á rafmagnsveitum Kjalarneshrepps og Kjósarhrepps til þess að leysa úr þeim vanda, sem er á flutningi rafmagns til þessara byggðarlaga.“

Ég hef litlu við þá grg. að bæta, sem fylgir þessari till. Þetta hefur verið vandræðamál fyrir íbúa Kjalarneshrepps og Kjósarhrepps. Ég vil hins vegar upplýsa hér fyrir þá nefnd, sem fær þetta mál til meðferðar, sem væntanlega verður hv. fjvn., að frá því að þessi till. var flutt hér í þinginu, hafa fyrir atbeina raforkumrh. verið hafnar undirbúningsframkvæmdir, þannig að afgreiðsla málsins gæti e.t.v. farið eftir þeim staðreyndum.

Ég legg því til, að að lokinni þessari umr. verði málinu vísað til hv. fjvn.