27.03.1963
Sameinað þing: 42. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 138 í D-deild Alþingistíðinda. (2888)

14. mál, raforkumál

Frsm. meiri hl. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Með till, þeirri til þál. um raforkumát, sem flutt er af hv. þm. Framsfl. á þskj. 14, er skorað á ríkisstj. að láta hraða áætlun um áframhaldandi framkvæmdir við rafvæðingu landsins, er miðist við það, að öll heimili hafi fengið rafmagn í síðasta lagi fyrir áralok 1968, og gerð verði áætlun um ný orkuver, aðalorkuveitur og dreifilínur um sveitir ásamt áætlun um aðstoð við að koma upp einkastöðvum fyrir einstök heimili, sem eru svo mjög afskekkt, að ekki þykir fært að leggja rafmagnslínur til þeirra frá samveitunum, og só aðstoðin ákveðin með hliðsjón af þeim stuðningi, sem veittur er íbúum á samveitusvæðunum.

Þáltill. þessari var vísað til hv. allshn. 7. nóv. s.l. Var hún tekin fyrir til umr. í n. skömmu síðar og þá ákveðið að senda hana til umsagnar til raforkumálastjóra. Barst n. umsögnin rétt í þann mund, er hv. þm. fóru í jólafrí, og gafst því ekki tækifæri til þess að ræða till., fyrr en Alþ. kom aftur saman til fundar á þessu ári.

Í bréfi raforkumálastjóra, sem birt er sem fskj. með nál., er m.a. bent á, að hin svonefnda 10 ára áætlun um rafvæðingu sveitanna sé í raun og veru 11 ára áætlun. Framkvæmdir hafi fyrst hafizt 1954 og eigi henni að verða lokið í árslok 1964, og allt útlit er fyrir, að svo verði. Þegar sé farið að semja næstu 10 ára áætlun, og hafi áætlunin verið sú að ljúka henni fyrir lok s.l. árs, en þetta hafi því miður ekki tekizt. Fyrirhugað sé að gera þá áætlun svo úr garði, að hún taki einnig til einkastöðva fyrir þau býli í sveit, sem eru svo afskekkt, að ekki sé fært að leggja rafveitur til þeirra frá samveitunum. Það hafi m.a. tafið að ljúka áætluninni, að erfitt hefur verið að fá upplýsingar um það, hve mörg býli það eru á landinu, sem enn hafi ekki fengið rafmagn í einhverri mynd. Sá dráttur, sem hér hefur á orðið, þurfi þó ekki að hafa nein áhrif til tafar á hinni nýju 10 ára áætlun, enda sé nægilegt, að hún verði tilbúin fyrir haustið 1963, Þar sem framkvæmdir þeirrar áætlunar geti ekki hafizt fyrr en snemma á árinu 1965. — Vill ekki hæstv. forseti sjá um, að sé lokað þeim herbergjum, þar sem þarf að hafa aukafundi, á meðan fundur stendur í þinginu, svo að a.m.k. sé hægt að heyra til sjálfs sín hér?

Þessi atriði í umsögn raforkumálastjóra sýna ljóst, að þáltill. á þskj. 14 getur ekki haft nein áhrif á framkvæmd rafvæðingarinnar í landinu, þótt samþykkt yrði nú á þessu þingi.

Um orkuverin segir í umsögn raforkumálastjóra, að þau séu fyrst og fremst miðuð v:a þarfir þéttbýlisins, þar sem orkunotkun sveitanna sé svo litil, að hún hafi ekki, svo að teljandi sé, áhrif á stærð þeirra og staðsetningu, enda sé stöðugt unnið að því að undirbúa stækkanir orkuveranna til þess að fyrirbyggja orkuskort, sbr. skýrslu hæstv. raforkumrh., sem hann gaf nýlega hér á Alþingi. Það sé ekki heldur orkuskorturinn, sem torveldi rafvæðingu sveitanna, heldur hinn mikli kostnaður, sem dreifingunni er samfara, en hann sé nú um 20 sinnum meiri á hvert mannsbarn í sveit en í kaupstað og halli á slíkum nýjum veitum sé áætlaður vera nú um það bil 15 þús. á ári á hvert býli, og áður en ráðizt sé í slíkan hallarekstur, þurfi að leggja á ráð um það, hvernig unnt verði að mæta slíkum halla. Þessi hluti umsagnar raforkumálastjóra sýnir einnig, að samþykkt þáltill. á þskj. 14 leysir á engan hátt þann vanda, sem hér um ræðir, þótt till. verði samþykkt.

Með því að hér er um eitt hið mesta vandamál að ræða, þykir mér rétt og skylt að ræða það allt miklu nánar, svo að ljóst sé, við hvaða vanda er að glíma, og jafnframt benda á, hvað gera þurfi til þess að leysa þennan vanda. Samkv. þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, munu um 170 þús. íbúar hafa fengið rafmagn á einn eða annan hátt. En 11 þús. manns búa enn í landinu án þess að hafa fengið þessi nauðsynlegustu gæði hinnar nýju tækni. Og þetta fólk býr allt í hinum fjarlægari byggðum, þar sem lífskjörin eru á flestum sviðum margfalt lakari, lífsbaráttan margfalt erfiðari en hjá meginþorra þeirra 170 þús. íbúa, sem nú njóta þessara þæginda samfara mörgum öðrum þægindum, sem fylgja þéttbýlinu. Þá er það og Ljóst, að rekstrarhalli rafmagnsveitna og raforkuvera, sem nemur tugum millj. kr., samfara álagi úr ríkissjóði til þessara framkvæmda, sem einnig nemur tugum millj., er og verður tekið af öllum þegnum þjóðfélagsins í sköttum og tollum í einhverri mynd, jafnt af þeim, sem ekki njóta rafmagnsins, sem hinum, sem fengið hafa þessi gæði lífsins. Þetta misrétti má hvorki þola né verður þolað til langframa, og það út af fyrir sig að leiðrétta það misrétti, sem 11 þús. af þegnum þjóðfélagsins eru nú beittir í sambandi við þetta mál, er minni vandi en hitt að koma rekstri núv. raforkuvera og rafveitna á viðunandi fjárhagslegan grundvöll, ef vilji er fyrir hendi hjá Alþ. og ríkisstj. til þess að leysa það mál sérstaklega. En auk þessa misréttar, sem fólk það, sem býr utan rafmagnssvæðanna, er þannig beitt og hvorki er sæmilegt né rétt að viðhalda, skal bent á, að rafmagnið er sterkasti segullinn, sem dregur fólkið frá ljóslausri byggðinni inn í ljóshring þéttbýlisins, og í því liggur miklu meiri vandi en svo, að loka megi augunum fyrir þeim afleiðingum, sem það hefur í för með sér fyrir þjóðfélagsheildina.

Eins og kunnugt er, er rekstri raforkuveitnanna skipt í tvær höfuðdeildir: Annars vegar rafmagnsveitur ríkisins, sem annast byggingu stærri orkuvera og dreifingu aðalrafmagnslína til héraðsveitnanna og sölu á raforku til þeirra. Hins vegar héraðsrafmagnsveitur ríkisins, sem annast dreifingu raforkunnar um héruðin og byggja smærri orkuver og selja neytendum raforku, sem þær kaupa af orkuverum ríkisins eða framleiða í eigin verum. Hefur hvor deildin sér fjárhag, sem er fullkomlega aðskilinn, enda sérákvæði um framkvæmdir og framlög í raforkulögunum sjálfum.

Í II. kafla raforkulaganna eru skýr ákvæði um það, að allar stærri framkvæmdir, sem gerðar eru á vegum rafmagnsveitna ríkisins, skuli bornar undir ráðh. og Alþ. að undangengnum rannsóknum, rekstraráætlunum og till. raforkumálastjórnar um framkvæmdir og fjáröflun. Tekjuafgangur aftur skal renna í raforkusjóð að frádregnu framlagi í varasjóð. Um rekstrartöp er ekkert ákvæði í kaflanum. Leiðir það því af sjálfu sér, að sé þeim eigi mætt með auknum tekjum af raforkusölu, verða þau að greiðast úr varasjóði, ef fé er þar fyrir hendi, annars úr ríkissjóði, sem er eigandi fyrirtækisins. En með því að ríkissjóður hefur eigi lagt fram nægilegt fé til þess að mæta tapinu, hefur verið farin sú leið að láta rafveiturnar taka lán til þess að greiða hallann í von um, að hann mætti vinna upp síðar, annaðhvort með aukinni notkun, hærra verði eða lægri rekstrarkostnaði. En nú hafa engar þessar ráðstafanir verið gerðar, og niðurstaðan því orðið sú, að heildarrekstrartapið í árslok 1961 er að upphæð 37 millj. 850 þús. kr., og er enn ógreitt og hvílir því sem skuld á ríkisrafveitunum. Hefur þá öllum varasjóði rafveitnanna verið varið til greiðslu á hallarekstrinum. Þótt ríkissjóður tæki nú þegar að sér að greiða þessa upphæð alla að viðbættu því tapi, sem kann að hafa verið á s.l. ári, sem ætla má að sé varla minna en á árinu 1961, eða um 13.6 millj., sem þá að viðbættum fyrri töpum næmi alls rúmum 50 millj. kr., þá væri það engan veginn nóg til þess að koma rekstri rafveitna ríkisins á nægilega traustan fjárhagslegan grundvöll. Til viðbótar yrði þá ríkissjóður að greiða þegar það mikið af skuldum veitnanna sem nauðsynlegt þætti, til þess að rekstur þeirra sýndi einhvern hagnað. Hve há sú upphæð kynni að vera, skal hér ekkert fullyrt um, en auðséð er, að hún hlyti að vera mjög miklu hærri en áfauið rekstrartap, sem er, eins og ég gat um áðan, tæplega undir 50 millj. kr.

Um héraðsrafmagnsveitur ríkisins gilda ákvæði í IV. kafla l., sem hér segir, með leyfi hæstv. forseta, — í 26. og 27. gr. segir svo:

„Til þess að koma upp mannvirkjum héraðsrafmagnsveitna ríkisins, skal fjár aflað:

a) með lántökum;

b) með framlögum úr ríkissjóði, eftir því sem ákveðið kann að vera í fjárlögum;

c) með framlögum úr héraði, sbr. 27. gr.;

d) með tekjuafgangi héraðsrafmagnsveitna ríkisins samkv. 30. gr.

Gegn óendurkræfu og vaxtalausu framlagi ríkissjóðs til héraðsrafmagnsveitna ríkisins skal ávallt koma óendurkræft og vaxtalaust framlag úr héraði, er að upphæð nemi a.m.k. 1/3 af framlagi ríkissjóðs. Framlag úr héraði greiðist úr sýslusjóði, og má sýslunefnd með reglugerð, sem ráðh. staðfestir, setja um það ákvæði, hvernig sýslusjóði skuli koma sérstakar tekjur fyrir þeim greiðslum, þ. á m. þau skilyrði, að rafmagnsneytandi hafi greitt ákveðið gjald, heimtaugargjald, áður en veitutaugar eru lagðar að húsi hans eða jarðeign. Framlag úr sýslusjóði til héraðsrafmagnsveitna ríkisins geta sýslur bundið við tiltekið mannvirki.“

Og í 28. gr. segir:

„Áður en ráðizt er í að reyna að koma upp orkuveitu eða reisa orkuver, skal að undangengnum rannsóknum gera nákvæmar áætlanir um tekjur og gjöld af mannvirkjunum. Nú sýna áætlanir, að tekjur af mannvirkjunum muni eigi nægja til að greiða vexti og afborganir af öllum stofnkostnaði auk annars rekstrarkostnaðar, þar með talið hæfilegt gjald í varasjóð, og má þó eigi gera mannvirkið nema frá héraðsrafveitum ríkisins hafi komið óafturkræf og vaxtalaus framlög, sbr. 26. og 27. gr., sem nægi til að greiða þann hluta stofnkostnaðar, sem umfram er það, er tekjur af mannvirkjunum geta staðið undir.“

Þegar þær framkvæmdir hafa verið gerðar, sem tilheyra héraðsrafmagnsveitunum, hefur þessum fyrirmælum l. ekki verið fylgt. Hvorki ríkissjóður né héruðin hafa lagt fram þann hluta, sem nauðsynlegur var, til þess að veiturnar gætu sýnt hallalausan rekstur, og því er hallinn að komast á þann veg. Rekstrarskuldir héraðsrafmagnsveitnanna voru í árslok 1961 rúmlega 15 millj. kr. og fara mjög vaxandi. Hér gildir það sama og um ríkisrafveiturnar, að það er engan veginn nóg að greiða þá upphæð alla til þess að rétta við fjárhaginn, heldur þyrfti til viðbótar að greiða það mikið af áhvílandi skuldum, að veiturnar gætu sjálfar staðið undir vöxtum og eðlilegum afborgunum árlega, ef þær eiga ekki að safna á hverju ári nýjum skuldum. Er ljóst, að sú upphæð yrði mjög miklu hærri en tapsupphæðin. Allri þessari upphæð yrði síðan að skipta milli ríkissjóðs og héraðanna eftir þeim hlutföllum, sem hvorum aðila fyrir sig ber að greiða samkv. raforkulögunum óbreyttum.

Eins og efnahagsreikningur héraðsrafveitnanna ber með sér, hefur ríkissjóður greitt alls til ársloka 1961 framlög að upphæð 77 millj. 800 þús. kr., en héruðin í heimtaugagjöldum um 40 millj. kr., en önnur framlög nema 6.5 mill j., eða alls 124 mill j. 300 þús. kr.

Heildarkostnaður er hins vegar 256 millj. 400 þús. og skuldir því alls 132 millj. 100 þús. kr. En þessa skuldabyrði þola veiturnar ekki, ef þær eiga að geta skilað rekstrarhagnaði. Verður því að finna einhverja leið til þess að leysa þennan vanda.

Framlag ríkissjóðs til héraðsrafveitnanna hefur verið sem hér segir: Ríkissjóður hefur greitt til Árnesveitu 9.5 millj. kr., en frá héraði hefur komið 61/2 millj. eða 60%. Ríkissjóður hefur greitt fyrir Þingeyjarveitu 5 millj. kr., en úr héraði hafa komið 3 millj., eða 60%. Rangárveita, þar hefur ríkissjóður greitt 11.8 millj., að heiman hafa komið 5.2 eða 44%. Til Borgarfjarðarveitu hefur ríkissjóður greitt 81/2 millj., en héraðið hefur greitt 3.2 eða 37%. Til Skagafjarðarveitu hefur ríkissjóður greitt 5.2 millj., héraðið hefur greitt 2.4 eða 46%. Til Eyjafjarðarveitu hefur ríkissjóður greitt 101/2 millj., úr héraði hefur komið 5.8 millj. eða 55%. Til Húnaveitu hefur ríkissjóður greitt 10.4 millj., úr héraði greitt 2.7 millj. eða 26%. Til Strandaveitu hefur ríkissjóður greitt 3.8 millj., úr héraði hefur aðeins komið 400 þús. eða 10%. Til Snæfellsnesveitu hefur ríkissjóður greitt 6 millj., héraðið hefur greitt 11/2 millj. eða 25%. Til Gullbringuveitu hefur ríkissjóður greitt 1.1 millj., en frá héraði hefur komið 800 þús. eða 72%. Til Skaftafellsveitu hefur ríkissjóður greitt 4.3 millj., úr héraði hefur komið 1.8 eða 41%. Til Austfjarðaveitu hefur ríkissjóður greitt 4 millj., úr héraði hefur komið 3.8 millj. eða 90%. Til Vestfjarðaveitu hefur ríkissjóður ekkert greitt, en úr héraði hafa komið 2.4 millj., eða 100% af því, sem fram hefur verið lagt. Til Dalaveitu hefur ríkissjóður greitt 1.2 millj., úr héraði hafa komið 0.4 eða 33%. Alls hefur ríkissjóður greitt, eins og ég gat um áðan, 77.8 millj., en úr héruðunum hafa komið 40 millj. kr.

Af þessu er ljóst, að öll þau héruð, sem standa að veitunum, að undantekinni Strandaveitu og Snæfellsveitu, hafa lagt fram tilskilið framlag á móti ríkissjóði og sum miklu meira, svo sem héruðin, sem standa að Austur- og Vesturlandsveitunum, þótt hins vegar heildarframlag hafi ekki verið nægilegt. Af vangreiddu framlagi skuldar ríkissjóður því nú 85 millj. kr., en veiturnar samanlagt 45.5 millj. Hefðu því framlög öll verið greidd svo sem lögin ákveða, þá væri hagur héraðsrafveitnanna allur annar og betri og engin stöðvun hefði átt sér stað á dreifingu raforkunnar í héruðin. Meginorsök fyrir því, að dregið hefur úr dreifingu, er því ekki vöntun á áætlunum, heldur vöntun á lögboðnum framlögum bæði frá ríkissjóði og héruðunum.

Það koma að sjálfsögðu ýmsar leiðir til umr., þegar ákveða skal, á hvern hátt jafna skuli þann halla, sem hér er á orðinn og verður að jafna, svo að veiturnar geti orðið efnahagslega sjálfstæð fyrirtæki. Hvað snertir ríkisrafveiturnar og orkuverin hefur verið um það rætt, að rétt væri, að ríkið eignaðist öll orkuver og allar orkuveitur, sem nú eru í eign annarra, m.a. Sogsvirkjunina með öllu tilheyrandi. Sú leið mundi á engan hátt bæta hag ríkisrafveitnanna, þar sem greiða yrði fullt verð fyrir þessar eignir allar, sem mundi ekki verða undir því verði, sem kostar að koma því upp nú. Að vísu hefði þá ríkissjóður það í hendi sér að hækka allt rafmagnið í verði, einnig á því svæði, þar sem þessar orkuveitur selja nú raforku til neytendanna. En það verð, sem greiða yrði fyrir orkuverin, yrði sennilega svo hátt, að það gleypti alla þá verðhækkun á rafmagni og meira til. Sú ráðstöfun sýnist því ekki geta leyst vandann, heldur þvert á móti auka hann aliverulega. Að hækka verð á raforku til allra viðskiptamanna til þess þannig að ná jafnvægi í tekjum og gjöldum mundi mörgum þykja þungur skattur og allmikið misrétti, þar sem sams konar hækkun næði ekki til þeirra, sem kaupa raforku af öðrum aðilum en ríkisrafveitunum, auk þess sem nokkur hætta liggur í því, að neytendur dragi þá að sér höndina um raforkukaup og fari inn á það að spara raforkukaupin svo mikið sem unnt væri.

Þá hefur einnig verið nefnd sú leið að skattleggja til ríkiasjóðs alla raforkusölu og láta það fé ganga til þess að mæta hallarekstri ríkisrafveitnanna eða til þess að greiða niður stofnkostnaðinn að viðbættum töpum það mikið, að unnt væri að koma fyrirtækjunum á traustan rekstrargrundvöll. Þessi leið hefur verið valin í öðrum löndum, m.a. í Noregi.

Enn ein leiðin væri og sú að tryggja veitunum fasta tekjustofna, svo sem gjald af ákveðnum vörutegundum, á líkan hátt og gert er í sambandi við vega- og brúargerðir. En einmitt sú nefnd, sem starfar að því að athuga öll þessi mál, á að kynna sér þetta allt og sérhvað það annað, sem lýtur að því að tryggja afkomu rafveitna ríkisins, og skila áliti sínu og till. fyrir n.k. október. Samþykkt þáltill. á þskj. 14 mundi því engu breyta um þetta atriði.

Hvað snertir héraðsrafveitur ríkisins, mundi það eitt duga til að koma fjárhag þeirra á traustan grundvölt, að ríkissjóður greiddi að sinum hluta það, sem á vantar af framlagi, og héruðin að sínum hluta það, sem á vantar. Hitt er svo annað mál, að hér er um svo stórar fjárhæðir að ræða, að gera þarf sérstakar ráðstafanir til þess að inna þær greiðslur af hendi. Allt málið liggur svo ljóst fyrir, að hér er aðeins um það að ræða að afla meira fjár til raforkuframkvæmda. En þær hundruð millj., sem til þess þarf að koma þessum málum öllum í viðunandi horf, verða ekki teknar upp í fjárlög, hvorki ríkissjóðs né héraðanna, nema jafnframt sé fundin þar leið til tekna á móti, og í því liggur allur vandinn.

Áður en ég lýk máli mínu, þykir mér rétt að ræða nokkuð þann þátt, hvernig unnt verði að halda áfram að koma rafmagni til allra þeirra il þús. manna, sem enn hafa ekki lengið rafmagn. Mín skoðun er sú, að eigi megi flétta þennan þátt inn í þá örðugleika, sem í því eru fólgnir að leysa þann vanda, sem þegar er á orðinn og ég hef þegar rætt um. í umsögn sinni segir raforkumálastjóri, að um ný orkuver til að leysa þennan þátt þurfi ekki að ræða. Orkuþörf þessa fólks sé svo lítil, að til þess að fullnægja henni þurfi engin ný orkuver eða stækkun þeirra, sem fyrir eru. Hér sé aðeins um að ræða kostnað við dreifingu eða byggingu smáorkuvera, sem helzt ættu að vera í eign einstaklinga, en styrkt af ríkissjóði með hagkvæmum lánum. Ef um samveitu er að ræða, ber ríkissjóði að leggja fram 2/3 af þeim kostnaði, sem samveitan hefur í för með sér samkv. ákvæðum raforkulaganna. Vilji hérað leggja fram að sínu leyti 1/3, svo sem lög mæla fyrir um, þegar vitað er, hver sá kostnaður er, verður ekki með neinni sanngirni hægt að neita héraðinu um framkvæmdina og þann hluta af hálfu ríkissjóðs, sem honum ber að láta til framkvæmdanna, og þetta verður að gerast alveg án tillits til þess, hvenær eða hvernig núverandi fjárhagur veitnanna er leystur. Komi það hins vegar í ljós, að hérað vildi ekki eða gæti ekki lagt fram sinn hluta til framkvæmdanna, ber að sjáifsögðu að athuga, hvaða aðrar leiðir eru ódýrari eða heppilegri til þess að framleiða þar raforku. Hluta héraðsins ætti að sjálfsögðu engu að síður að mega greiða í vinnu við verkið, svo sem flutning á efni, niðurfestingu á staurum, í fleiru en beinhörðum peningum.

Mér er alveg ljóst, að raforka frá héraðsveitum ríkisins verður eigi veitt inn á hvert heimili í landinu vegna fjarlægðar, en þau býli má lýsa sumpart með samveitu á afmörkuðum svæðum, önnur með sérveitum fyrir hvert býli og nota til hvors tveggja vatn eða olíu. En á hvern hátt sem þetta er gert, má á engan hátt gera þeim, sem þar búa, erfiðara fyrir um að komast yfir þau þægindi en hinum, sem njóta orku frá samveitum ríkisins, og sýnist þá engin önnur leið fær en sú, að ríkissjóður leggi fram 2/3 af öllum kostnaði við slíkar stöðvar óendurkræft, ef um vatnsaflsstöðvar er að ræða, en láti héraðsbúa um viðhald og rekstur, sem kæmi þá á móti niðurfellingu á sölu á orkunni, en ef um dísilvélar væri að ræða, þá greiddi ríkissjóður allan stofnkostnað, þar sem neytendur yrðu þá að greiða allan rekstrarkostnaðinn, þar með talið olíu. En öll þessi atriði ber n., sem þessi mál hefur til athugunar, að rannsaka og gera till. um og hafa lokið því verki fyrir samkomudag næsta Alþingis í okt. n.k. Till. á þskj. 14 breytir þar engu um, hvort heldur hún er samþ. eða ekki.

Með þessum rökstuðningi vill meiri hl. n. leggja til, að till. verði vísað til ríkisstj., sem þegar hefur fyrirskipað alla þá athugun, sem fram á að fara samkv. þáltill.