03.04.1963
Sameinað þing: 44. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 167 í D-deild Alþingistíðinda. (2893)

14. mál, raforkumál

Frsm. minni hl.. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Þegar sú umr. hófst fyrir nokkrum dögum, sem nú stendur yfir um nál. í þessu máli, hafði ég framsögu af hálfu minni hl. allshn., sem leggur til, að till. á þskj. 14 verði samþykkt. Ég gerði mér þá far um í framsöguræðu minni að koma fram með ýmsar upplýsingar í sambandi við þetta mál. Ég gerði í upphafi ræðu minnar grein fyrir því, hvers vegna við minnihlutamenn gerðum þá till., sem við gerum um samþykkt till. á þskj. 14, og hvers vegna við teljum þá afgreiðslu ófullnægjandi, sem hv. meiri hl. vill hafa á þessu máli. Ég gerði grein fyrir því, að með því að vísa málinu til ríkisstj., eins og hv. meiri hl. vill, væri Alþ. í raun og veru að lýsa yfir því, að það vildi að svo stöddu ekki taka afstöðu til málsins, og við það gætum við minnihlutamenn ekki sætt okkur. Hér er um slíkt stórmál að ræða fyrir almenning í byggðum þessa lands, að Alþ. getur ekki og má ekki lýsa því yfir, að það láti sig það engu varða. Ég gerði síðan í ræðu minni nokkra grein fyrir ákvæðum l. frá 1954 um viðauka við raforkulögin, en þessi lög frá 1954 eru undirstaða 10 ára áætlunarinnar um rafvæðingu landsins. Ég gerði grein fyrir því, hvernig framkvæmd l. frá 1954 hefði verið hagað og hvað hún væri á veg komin, þ. á m. hversu miklu fé hefði árlega verið varið á vegum rafmagnsveitna ríkisins og héraðsrafmagnsveitna ríkisins til þessara framkvæmda. Ég gerði einnig grein fyrir því og við gerðum það einnig í nál. minnihlutamenn, hversu mikið hefur verið byggt af einkastöðvum á þessum árum og að hverju leyti fé hefur verið varið skv. þeim lögum einnig til sérstakra lánveitinga í því skyni að lækka verð á raforku, þar sem það er hæst. Eftir að ég hafði gert grein fyrir þessari framkvæmd 10 ára áætlunarinnar að miklu leyti í tölum, ræddi ég málið almennt í sambandi við álit og framsöguræðu hv. meiri hl. n. og vék að því, að mér virtist hv. frsm. meiri hl. vera mér að verulegu leyti sammála í þessu máli, enda þótt hann stæði að annarri till. Og ég fór að lokum nokkrum almennum orðum um þá miklu nauðsyn og þá knýjandi þörf, sem á því er frá sjónarmiði þess fólks, sem enn nýtur ekki rafvæðingarinnar, en verður hins vegar eins og aðrir landsmenn að greiða af hendi fé til hennar sem opinber gjöld, — hversu mikil nauðsyn og knýjandi þörf er á því fyrir þetta fólk að fá að vita, hvað það á í vændum. Og ég gerði jafnframt grein fyrir því viðhorfi, sem nú hefur skapazt, að raforkan í sveitunum yrði að teljast á komandi árum undirstaða þess, að byggð héldist þar á hinum fornu býlum og ný yrðu reist, á sama hátt og ýmsar aðrar nauðsynjar, ýmis önnur skityrði sem talið hefur verið að þyrftu að vera; fyrir hendi til slíks frá náttúrunnar hálfu og á annan hátt. Þetta var efni minnar ræðu.

Nú heyrði ég hér áðan hæstv. ráðh. gera þessa ræðu mína að umtalsefni, og mig furðaði á því gersamlega, hvað hæstv. ráðh. var mikið niðri fyrir, þegar hann hóf mál sitt, og hvaða ummæli hann lét falla um þessa ræðu mína. Ef ég man rétt, þá bar hann það á mig í sambandi við þessa ræðu, að ég hefði talað þarna gegn betri vitund, að ég hefði farið með vísvitandi ósannindi og blekkingar og fullyrðingar, sem ekki stæðust o.s.frv., að ég hefði birt tölur í blekkingaskyni o.s.frv. Mig furðar stórlega á þessari ræðumennsku hæstv. ráðh., og ég held, að flestum þeim, sem heyrðu mig flytja mína ræðu um daginn, hafi hlotið að koma þetta á óvart.

Ég hef núna, síðan ég hlýddi á ræðu hæstv. ráðh., verið að blaða gegnum handritið af framsöguræðu minni, sem hefur legið frammi á lestrarsal, og ég var að líta eftir því þar, hvort í ræðu minni kynni kannske að vera eitthvað vikið að hæstv. ráðh., hvort ég hefði verið með einhverjar árásir á hendur honum eða hæstv. ríkisstj. eða deilt á hann sérstaklega. Og ég sá við þessa athugun, að mig minnti rétt, að ég hafði hvergi vikið að hæstv. ráðh. í framsöguræðu minni. Það, sem ég gerði, var, að ég las upp tölur og ég gaf upptýsingar, sem ég get staðið við, hvenær sem er, og hæstv. ráðh. reyndi ekki að hrekja. Það eru þessar tölur, það eru þessar upptýsingar. sem hafa snert ráðh. einhvern veginn óþægilega, og það er ekki mín sök. Er það er einhver, sem hefur ráðizt á hæstv. ráðh. í þessum umr., þá er það ekki ég, það hlýtur þá að vera hans eigin samvizka, það getur ekki annað verið. Hæstv. ráðh. á ekki að þurfa að taka það sem árás á sig, þó að lesnar séu upp tölur úr opinberum skýrslum eða gefnar upplýsingar, sem allir geta aflað sér og eru óumdeilanlegar. Og hæstv. ráðh. reyndi ekki heldur að hnekkja þeim tölum, sem ég fór með. Hann sagði að vísu eða lét einhver orð falla um það, að útreikningar mínir, þegar ég reiknaði tölurnar um framkvæmdir á vegum rafveitnanna í tíð 10 ára áætlunarinnar á verðlagi 1962, væru miðaðir við byggingarvísitöluna, en ekki rafvæðingarvísitöluna. Það er rétt. þeir eru miðaðir við byggingarvísitöluna og það af ástæðum, sem ég gerði grein fyrir, að rafvæðingarvísitalan er ekki fyrir hendi eða ég a.m.k. gat ekki fengið hana í hendur. En þær upplýsingar fékk ég, að ef reiknað hefði verið samkv. rafvæðingarvísitölunni, hefði munurinn verið í því fólginn, að tölurnar frá fyrri árum rafvæðingarinnar hefðu orðið hærri en þær eru í mínum útreikningum, þannig a,ð ef hæstv. ráðh. er eitthvað viðkvæmur fyrir því. að árin, sem hann var ekki raforkumálaráðherra, sýni hærri framkvæmdatölur en hin síðari ár, ætti hann ekki að vera að kvarta yfir því, þó að ég noti þar byggingarvístöluna. því að hún er honum í hag að þessu leyti. Og mætti þá segja, að það sýndi það, að ég hefði ekki haft tilhneigingu til þess að hafa neitt á hann í þessari frásögn minni.

Ég held, að hæstv. raforkumálaráðh. ætti að kunna sér það hóf, þegar hann þarf að kvarta undan staðreyndum, sem honum kann að þykja sér eitthvað óþægilegar, að vera ekki að deila á þá menn með óviðurkvæmilegum orðum, sem segja frá þeim staðreyndum, sem fyrir liggja.

Nei, hæstv. ráðh. reyndi ekki að hnekkja þeim tölum, sem ég fór með, og lét þau orð falla, ef ég man rétt, að þær mundu e.t.v. vera nokkuð nærri lagi. En hann var að reyna að gera þær tortryggilegar á þann hátt, sem menn reyna að gera staðreyndir tortryggilegar, þegar þeir hafa ekki efni á því. Hæstv. ráðh. sagði m.a., að ég hefði ekki nefnt Keflavíkurlínuna. Víst nefndi ég Keflavíkurlínuna, ekki aðeins í ræðu minni, heldur einnig í nái. Þar er þess getið, að í þessum tölum að ekki línan til Keflavikurflugvallar, enda komi hún ekki við 10 ára áætluninni að okkar dómi. En ef hæstv. ráðh. telur, að það hafi verið gert í þágu fólksins í byggðum landsins að leggja þessa línu, til þess að hægt verði að selja varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli raforku, þá getur hann gert það, ef honum sýnist. En eins og hv. 1. þm. Norðurlands v. tók fram, skiptir það ekki mjög miklu máli, þó að þessi upphæð sé talin með, en hitt þykir mér réttara, sem ég gerði og minni hl. gerði í nál. sínu, að telja hana ekki með. Hann sagði einnig, að ekki væru nefndar framkvæmdirnar við Sogið. En veit ekki hæstv. ráðh., að framkvæmdirnar við Sogið eru ekki gerðar á vegum rafmagnsveitna ríkisins eða héraðsrafmagnsveitna ríkisins? Það er Sogsvirkjunin, sem stendur að þeim framkvæmdum, og hér er verið að telja þær framkvæmdir, sem gerðar eru á vegum rafmagnsveitna ríkisins og héraðsrafmagnsveitna ríkisins. Hann sagði, að ekki væru nefndar virkjunarrannsóknir, en virkjunarrannsóknir eru einmitt gerðar að sérstöku umræðuefni í nál., og ég gerði það einnig í minni ræðu. Þar var gerð grein fyrir því, að fé hefði verið varið til virkjunarrannsókna á þessum tíma, en það mundi að verulegu leyti koma fram í stofnkostnaði rafveitnanna, þ.e.a.s. í stofnkostnaði orkuveranna, orkuveranna við Mjólká vestra og orkuversins við Grímsá o.fl. raforkuvera, en að öðru leyti væri hér um að ræða að miklu leyti kostnað við almenna rannsókn á fallvötnum landsins, sem getur ekki talizt framkvæmd á 10 ára áætluninni og er að verulegu leyti vegna fyrirhugaðra virkjana til stóriðju, sem engum dettur í hug að telja með 10 ára áætluninni um rafvæðingu. Eða ætlast hæstv. ráðh. til þess, að fólkið úti í dreifbýlinu, sem vantar rafmagn, telji það sérstaklega í sina þágu, þessa milljónatugi, sem varið hefur verið undanfarin ár til rannsókna vegna fyrirhugaðra stóriðjuvera, t.d. í Þjórsá, með alúminíumverkamiðju fyrir augum? Ég geri varla ráð fyrir því. Ráðh. vildi líka álíta, að hér hefði átt að taka með jarðhitarannsóknir, og er það nú varla umtalsvert.

Þessar athugasemdir, sem hæstv. ráðh. gerði í því skyni að gera tortryggilegar þær tölur, sem hann að öðru leyti gat ekki hrakið, þær sýna sig sem sé að vera alveg úr lausu lofti gripnar, ýmist því til að svara, að það er tekið fram, sem ráðh. gaf í skyn að væri ekki tekið fram, eða þá að um er að ræða óskylda hluti.

Hæstv. ráðh. sagði í upphafi máls sins, að tili. sú, sem hér liggur fyrir á þskj. 14 og minni hl. n. mælir með, muni ekki flýta neitt fyrir raforkuframkvæmdum í landinu. Þessi till. er um það að láta hraða áætlunum og þá vitanlega einnig áætlunum um úthlutun fjármagns, því að hæstv. ráðh. hlýtur að vita það og muna, að 10 ára áætlunin í l. frá 1954 var fyrst og fremst áætlun um fjármagn. Till. er um það að láta hraða þessum áætlunum, þannig að áætlunargerðin miðist við það, að öll heimili hafi fengið rafmagn í síðasta lagi fyrir árslok 1958. Hún er sem sé 5 ára áætlun, sem gert er ráð fyrir að taki við at 10 ára áætluninni, sem lokið væri á árinu 1963. Nú kemur hæstv. ráðh. í fyrsta lagi með þann fróðleik hér og ber hér fram, að fyrir löngu, eða þegar á árinu 1955, þá hafi verið ákveðið, að 10 ára áætlunin skyldi vera 11 ára áætlun, og það sé vegna þess, að þá hafi verið ákveðið að bæta við einhverjum línum, sem ekki hafi verið í 10 ára áætluninni upphaflega, síðan árið 1954. Þetta hef ég aldrei heyrt, og ég veit ekki, hverjir hafa heyrt þetta aðrir en hæstv. ráðh. A.m.k. virtist hv. 1. þm. Norðurl. v., sem hefur átt sæti í raforkuráði og átti á þessum tíma, ekki vera verulega kunnugur þessari áætlun frá 1955 um að gera 10 ára áætlunina að 11 ára áætlun. Hann virtist ekki vera því kunnugur. En það er til skjal, sem hefur verið í vörzlu margra þingmanna í nokkur ár, frá árinu 1957, sem er eiginlega 10 ára áætlun gerð af rafveitum ríkisins á þeim tíma. í þeirri áætlun er gert ráð fyrir, að áætluninni ljúki á árinu 1963. Og ég minnist þess sérstaklega, að árin 1962 og 1963 voru settar í þeirri áætlun frá rafmagnsveitum ríkisins framkvæmdir, sem hæstv. ráðh, er búinn að afmá úr 10 ára áætluninni, sem hæstv. ráðh. og hans samherjar eru búnir að afnema úr 10 ára áætluninni. Þar nefni ég t.d. háspennulínuna frá Laxá austur um N.- Þingeyjarsýslu til Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar, þar nefni ég línuna til sunnanverðra Austfjarða og orkustöðina í Hornafirði, sem ég ætla einnig að hafi verið í þeirri áætlun. Þetta er búið að afmá úr 10 ára áætluninni, síðan hæstv. ráðh. fór að hafa aðstöðu til að hafa áhrif á gang þessara mála, — síðan hefur það gerzt.

Þetta nefndi ég að vísu ekkert í minni framsöguræðu og deildi hvorki á hæstv. ráðh. fyrir þetta né annað. En hann hefur fyllilega gefið tilefni til þess með dólgslegri ræðumennsku hér í hv. deild að tilefnislausu, að einnig sé minnzt á það, sem telja mætti óæskilegar breytingar í þessum málum í hans ráðherratíð.

Ég sagði í ræðu minni, að í umsögn raforkumálastjóra, sem allshn. barst og dags. var 20. des. s.l., væri það gefið í skyn, — það er nú beinlínis sagt, — að nú þegar væri hafið að semja 10 ára áætlun, sem tæki við af núv. 10 ára áætlun, sem sé að gerð nýrrar 10 ára áætlunar í framhaldi af þeirri, sem nú gildir, væri hafin, og ég sagði, að þetta sýndi, að mikill munur væri á því, sem í till. fælist, og því, sem nú stæði til, þar sem til stæði skv. þessu að gera 10 ára áætlun, en till. færi fram á 5 ára áætlun.

Í þessari umsögn raforkumálastjóra, sem ég nefndi áðan, stendur orðrétt, með leyfi hæstv. forseta: „Er þegar fyrir nokkru hafið það verk að semja næstu 10 ára áætlun.“ Og á öðrum stað stendur í umsögninni, með leyfi hæstv. forse2a: „Þessi dráttur á að ljúka næstu 10 ára áætlun,“ — það er dráttur, af vissum ástæðum, sem er talað um hér að framan, — „þarf þó ekki að hafa nein áhrif til að tefja framkvæmd hennar.“

Það er sem sé upplýst, að byrjað sé á því að semja ekki 5 ára áætlun, heldur 10 ára áætlun. Það á skv. því að dragast í 10 ár, sem við gerum ráð fyrir, að ekki ætti að dragast nema í 5 ár.

Nú er hæstv. ráðh. eitthvað að gefa í skyn um það, að raforkumálastjóri, hann einn, sé ábyrgur fyrir þessum ummælum, það sé raforkumálastjóri, sem hafi tekið það upp hjá sér, að áætlunin skuli vera 10 ára áætlun, og þetta geti átt eftir að breytast. Auðvitað getur það átt eftir að breytast og breytist að sjálfsögðu, ef sú till. verður samþ., sem liggur hér fyrir. En ég á heldur erfitt með að trúa því, að hæstv. raforkumálaráðh. fylgist svo líka með því, sem raforkumálaskrifstofan er að vinna, að honum sé ekki kunnugt um það, að sú áætlun, sem þar er verið að vinna að, sú nýja áætlun, er 10 ára áætlun, eftir því sem raforkumálastjóri segir, og mundi þá ekki ljúka fyrr en árið 1974, úr því að 10 ára áætlunin gamla er orðin 11 ára áætlun.

En þetta er sem sagt það, sem er að gerast, og ég dreg ekki í efa, að raforkumálastjóri segi satt frá. Þetta er valinkunnur embættismaður, sem áreiðanlega gefur rétta skýrstu um það, sem er að gerast. Það er verið að vinna að tíu ára áætlun, sem á að taka við af núv. áætlun, sem er orðin 11 ára áætlun. Mér þykir ákaflega ólíklegt, að hæstv. ráðh. viti ekki um þetta. Og hvernig stendur þá á því, að hann lætur vinna á þennan hátt, ef það er ekki meiningin, ef hann hefur tekið ákvörðun um eitthvað annað? Nei, sannleikurinn er auðvitað sá, að ef á að stefna að því, að rafvæðingunni verði lokið á fimm árum, ber nauðsyn til að samþykkja þá till., sem hér liggur fyrir. Menn getur svo auðvitað greint á um það, hvort þetta sé rétt, hvort eigi að stefna að því að ljúka rafvæðingunni á þetta stuttum tíma, það er annað mál. Og ef hæstv. ráðh. hefur sagt það, þá er það náttúrlega mál, sem hægt er að ræða, þó að ég sé því ósammála og telji, að það eigi að kappkosta að ljúka rafvæðingunni á skemmri tíma, ef unnt er.

Þessi mikla viðkvæmni hæstv. ráðh. fyrir þeim tölulegu staðreyndum, sem ég gerði hér kunnar, kom m.a. fram í því, að hann fór hér að lesa upp nýjar tölur um það, hversu margir sveitabæir hefðu verið rafvæddir ár hvert á árunum 1954–62. Það hafði ég út af fyrir sig ekki gert að umtalsefni í minni ræðu, og það var ekki heldur gert að umtalsefni í áliti minni hl., hversu margir sveitabæir hefðu verið rafvæddir ár hvert. Og ég gerði ráð fyrir því, að tölurnar, sem hæstv. ráðh. færi með, væru réttar, — ég gerði ráð fyrir því, ég vildi ekki ætla honum annað. Nú kemur það hins vegar fram í ræðu hv. 1. þm. Norðurl. v., að þessum tölum hæstv. ráðh. ber ekki saman við tölur, sem hv. þm. hefur fengið hjá raforkumálaskrifstofunni, og skal það nú látið liggja milli hluta, það upplýsist væntanlega, hvor þeirra fer með réttar tölur, þessi hæstv. ráðh. í sínum þrengingum og með sína viðkvæmu lund í þessu máli vegna staðreynda eða embættismennirnir á raforkumálaskrifstofunni. Um það skal ég ekki ræða neitt nánar hér. En hinu vil ég vekja athygli hæstv. ráðh. á, sem ég býst við að mönnum sé nú yfirleitt ljóst, að það skiptir ekki eingöngu máli, þegar á að gera grein fyrir framkvæmdum ríkisrafveitnanna, á áætlunartímanum, hversu margir sveitabæir hafa fengið rafmagn ár hvert. Það er ekki eingöngu það, sem skiptir máli, — engan veginn. Skilyrði þess, að sveitabæir geti fengið rafmagn, að hægt sé að leggja samveitur, er, að orkan sé fyrir hendi, að til séu orkuver, sem framleiða raforkuna, og aðalorkuveitur, sem flytja hana yfir í dreifðu byggðirnar. Og nú var þannig ástatt í byrjun áætlunarinnar 1854, t.d. á Austurlandi og á Vestfjörðum, að þar var orkan ekki fyrir hendi, þar var ekki fyrir hendi orka í dreifiveitur nema litlar dísilstöðvar. Og meðal fyrstu framkvæmdanna á áætlunartímanum var einmitt að byggja orkuver á Vestfjörðum og orkuver á Austurlandi. Af því að það var gert, hefur verið hægt að veita orku til bæja í þessum landshlutum, og bæði fyrr og síðar á áætlunartímanum hafa verið lagðar háspennulínur frá raforkuverum inn á svæði, sem síðan hafa komið dreifiveitur um. Þetta var óhjákvæmilegur hluti af framkvæmd 10 ára áætlunarinnar, skilyrði þess, að hægt væri að tengja bæina við rafveiturnar. Og þegar menn gera sér grein fyrir því, sem framkvæmt hefur verið skv. þessari áætlun fyrr og síðar, þá skiptir það auðvitað höfuðmáli að taka framkvæmdirnar í heild, en hinar tölurnar, sem ráðh. fór með, jafnvel þó að þær hefðu veríð réttar, gáfu enga heildarmynd af framkvæmdaáætluninni á þessum tíma.

Hæstv. ráðh. ræddi hér allmikið um þann rekstrarhalla, sem orðið hefði á rafveitum ríkisins, og var eitthvað að deila á mig í sambandi við það og gerði sér í hugarlund, að ég hefði verið að kenna honum um þennan rekatrarhalla. Ég læt það nú ósagt, að hve miklu leyti þessi rekstrarhalli kann að vera stjórn hæstv. ráðh. að kenna. Mér finnst það ekki skipta miklu máli, þó að svo kunni að vera að einhverju leyti. En annars var það svo, að það var ekki ég, sem aðallega ræddi um þennan rekstrarhalla á ríkisrafveitunum. Það var hv. frsm. meiri hl., sem eiginlega varði mestallri sinni ræðu til þess að ræða um þennan rekstrarhalla á ríkisrafveitunum, og ég akal benda hæstv. ráðh. á það, ef hann hefur þskj. hjá sér í þessu máli, að nál. hv. meiri hl. allshn., þ.e. þeirra úr n., sem styðja hæstv. ráðh. og stjórn hans, þetta nál. er að mestu leyti um þennan rekstrarhalla á ríkisrafveitunum, sem þeim þykir sýnilega nokkuð ískyggilegur. Ég aðeins vék að þessu í minni ræðu, aðallega í tilefni af ræðu hv. frsm. meiri hl. og nál. þess nefndarhluta, að þessum rekstrarhalla, vék að honum lauslega. En ef hæstv. ráðh. er óánægður með einhverja út af því að hafa hafið umr. um þennan rekstrarhalla, þá hlýtur það að vera hv. meiri hl., og hann ætti að snúa máli sínu að honum í sambandi við það. Ég ræddi mjög lítið um það mál.

En svo segir hæstv. ráðh., að það sé eins og ég hafi viljað láta í það skína, að það sé tómlæti hjá ríkisstj. að láta vera halla hjá rafveitum ríkisins. Ég held, að hæstv. ráðh. hefði yfirleitt átt að athuga betur sinn gang, áður en hann flutti þessa ræðu, þó að honum væri mikið niðri fyrir, og að hann hefði t.d. átt að ræða þetta atriði við þá, sem einkum höfðu rætt það áður.

Ég taldi rétt að verja þessari litlu stund, sem ég hef staðið hér í ræðustólnum að þessu sinni, til þess að gera aths. við ræðu hæstv. ráðh. Má þó kannske segja, að tímanum hefði mátt betur verja til annars. En það er óþarfi, að þessum hæstv. ráðh. eða öðrum haldist það uppi að koma fram og haga máli sínu eins og hæstv. ráðh. gerði áðan í sinni ræðu að tilefnislausu, að bera þm. á brýn blekkingar og annað þvílíkt, þegar þeir gera ekki annað en fara með staðreyndir, sem hann sjálfur verður að viðurkenna, að ekki verða hraktar. Ég er því yfirleitt óvanur að fá að heyra það hér í þinginu, að ég haldi hér einhverju fram gegn betri vitund, enda eiga menn ekki að gera það, hvorki hér á þessum vettvangi né annars staðar. Og engin ástæða er til þess, að hæstv. ráðh. haldist slíkt uppi, án þess að því sé svarað.

Ég skal svo ekki hafa um þetta miklu fleiri orð, enda hefur hv. 1. flm. till. á þskj. 14, hv. 1. þm. Norðurl. v., nú drepið á sumt af því, sem ég kynni ella að hafa gert að umræðuefni. (Forseti: Má ég benda hv. þm. á., að gert er ráð fyrir, að fundarhlé verði milli 4 og 5? Á hv. þm. kannske mjög lítið eftir?) Ég held, að ég ljúki mínu máli og að það taki aðeins örstutta stund. (Forseti: Já, gerðu svo vel.)

Það, sem hér skiptir máli, er vitanlega það, að á einhvern sómasamlegan hátt verði ráðið fram úr því stóra viðfangsefni, sem hér liggur fyrir, hvernig það skuli framkvæmt að ljúka rafvæðingu landsins, á hve löngum tíma og með hvaða fjármunum. Ég lít svo á, að Alþ, eigi nú að láta í ljós vilja sinn um þetta mál, og ég vil treysta því eins og áður, að það geri það með því að samþykkja till. á þskj. 14.