06.02.1963
Sameinað þing: 28. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í D-deild Alþingistíðinda. (3023)

96. mál, jarðhitarannsóknir á Norðurlandi eystra

Forseti (SÁ):

Út af ummælum hv. 1. þm. Vestf. vil ég taka það fram, að þegar till. til þál. eru fluttar hér í Sþ., er það venja, að forseti ákveði annað tveggja eina umr. eða tvær um till. Þegar hv. flm. óska svo eftir, þegar ákveðin er ein umr. um till., að henni sé frestað og till. vísað til n., þá fær hún auðvitað þinglega afgreiðslu á þennan hátt og sjálfsagt að láta Alþingi á hverjum tíma kveða á um, hvað það tetur rétt í þessu efni. Og eins og hv. 1. þm. Norðurl. e. tók fram. þá er þetta venja, sem hefur skapazt og virðist ekki óeðlilegt. Ég mun því að þessu sinni fresta umr. um þessa till. og vísa henni til hv. fjvn., eins og 1. flm. óskaði eftir.