20.02.1963
Sameinað þing: 31. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 288 í D-deild Alþingistíðinda. (3068)

134. mál, eignarréttur og afnotaréttur fasteigna

Flm. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Við flm. þessanar till. höfum geri grein fyrir því, hvers vegna þessi till. er flutt, í grg., og get ég því verið frekar stuttorður.

Flestar þjóðir munu hafa lög, sem ákveða, hverjum lágmarksskilyrðum þurfi að fullnægja, til þess að einstaklingar eða félög megi eignast fasteignim eða öðlast afnotarétt þeirra, enn fremur ákvæði um það, hverjum skilyrðum þurfi að fullnægja til þess að geta stundað atvinnurekstur í landinu. Þau lög, sem um þetta gilda, eru mismunandi hjá ýmsum þjóðum. Hjá okkur Íslendingum eru lögin um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 63 frá 28. nóv. 1919. Það eru aðalákvæðin um þetta mál, í þeim lögum er lögfest sú meginregla, að þeir einir, sem eru heimilisfastir hér á landi, hafi rétt til þess án sérstaks leyfis að eignast hér fasteign eða afnotarétt hennar. En lögin setja ekki það skilyrði fyrir því, að menn eignist hér fasteignir eða afnotarétt fasteigna, að einstaklingurinn sé íslenzkur ríkisborgari og hafi dvalizt hér á landi um tiltekið árabil. Það virðist því ekkert vera því til fyrirstöðu samkv. íslenzkum lögum, að útlendingar, sem hér eru heimilisfastir, öðlist um leið rétt til þess að fá eignarrétt eða afnotarétt af íslenzkum fasteignum. Ef um félög er að ræða, þar sem fleiri menn eru í félagi og ber hver fulla ábyrgð á skuldum félagsins, þá skulu þeir allir vera búsettir hér á landi. Sé hins vegar um félag að ræða, þar sem sumir bera fulla ábyrgð, aðrir takanarkaða ábyrgð á skuldum félagsins, skulu þeir, sem fulla ábyrgð bera, vera heimilisfastir hér og félagið hafa heimili og varnarþing og stjórnendur allir vera hér búsettir. Ef um hlutafélag er að ræða eða stofnanir, er aðeins það skilyrði sett, að stofnunin eða félagið eigi hér heimilisfang og varnanþing og stjórnendur séu hér heimilisfastir. Frekari skilyrði virðast ekki fyrir því sett, að hlutafélög og stofnanir geti eignazt hér fasteignir eða afnotarétt af fasteignum.

Svo virðist sem íslenzk löggjöf geri engar sérstakar kröfur til hlutafjáreignar íslenzkra ríkisborgara eða hér búsettra manna. Samkv. ákvæðum l. frá 1919 virðast því hlutafélög, þar sem mikill meiri hluti hlutafjár er í höndum útlendinga, geta hindrunarlaust og án þess að fá. leyfi til þess eignazt fasteignir hér á landi eða afnotarétt. Og setjum nú svo, að útlendingur uppfylli ekki þessi skilyrði, þá getur ráðuneytið, hlutaðeigandi ráðh., veitt honum leyfi til þess að kaupa hér fasteignir, ef ástæða þykir til, eins og tekið er fram í l. frá 1919. En það er ekkert tekið fram um það, hverjar þessar ástæður þurfi að vera, og rn. þess vegna alveg í sjálfsvald sett, hvort það veitir leyfið eða ekki. En það þarf ekkert leyfi ráðh., ef leigusamningur um fasteignir er skemmri en 3 ár og uppsögn með minna en eins árs fyrirvara.

Það er næstum því auðsætt, að þessi ákvæði 1. gr. l. frá 1919, sem ég hef nú rakið, reisa ekki miklar skorður við því, að eignarréttur og afnotaréttur fasteigna hér á landi færist í hendur erlendra, ríkisborgara.

Af þessu, sem ég hef rakið í mjög stuttu máli, ætti að vera ljós nauðsyn þess að taka löggjöf þessa til rækilegrar endurskoðunar. Það þarf að setja ný lög um þetta efni, sem geta reist rönd við því, að erlendir ríkisborgarar geti keypt hér fasteignir. Þetta gildir um einstaklinga og ekki síður um félög. Sérstaklega er ástæða til þess að setja greinileg og afdráttarlaus ákvæði um hlutafélög. Má ekki minna vera en þau skilyrði séu sett, að íslenzkir ríkisborgarar eigi tiltekinn meiri hl. hlutafjár í þeim félögum, sem öðlast rétt til þess að eignast hér fasteignir, svo að bent sé aðeins á eitt atriði.

Ef veita á undanþágu, sem lagt er í hendur ráðh. að leyfa, þarf að setja upp sérstök skilyrði fyrir því og ákveðin, að slík undanþága sé heimil. Ég hef ekki haft aðstöðu til að kynna mér löggjöf annarra þjóða um skilyrði fyrir því, að menn megi meðal þeirra eignast fasteignir eða afnotarétt þeirra. Ég hygg þó, að mér sé óhætt að fullyrða, að löggjöf þeirra sé yfirleitt mun strangari en löggjöf okkar. Og ég tel rétt, að við fylgjum fordæmi þeirra þjóða, sem hafa skýr og ströng skilyrði í þessum efnum.

Annað efni till. snertir endurskoðun á lagaákvæðum um atvinnurekstrarréttindi hér á landi. Um leið og lögin um eignarrétt og afnotarétt fasteigna eru tekin til endurskoðunar, þykir einnig rétt að taka þessi ákvæði til endurskoðunar. Einkum virðist nauðsynlegt að endurskoða rétt hlutafélaga og annarra félaga með takmarkaða ábyrgð í þessu sambandi. íslenzk lög binda að vísu atvinnurekstrarréttindi útlendinga vissum skilyrðum. En vafasamt verður að telja, að hér sé nægilega vel um hnútana búið. Einkum á þetta við hlutafétög, sem útiendingar kunna að eiga mikið í eða eru háð útlendingum að meira eða minna leyti raunverulega. Um allt þetta þarf að setja skýra löggjöf, þar sem ákveðin stefna er mörkuð og séð fyrir því, að ákvæðunum sé fylgt.

Það kunna ýmsir að verða til þess að segja, að endurskoðunar sé ekki mikil þörf, allt hafi komizt vel af til þessa, þótt gilt hafi hin ófullkomna löggjöf í þessu efni. Það er rétt, svo langt sem það nær. Þess hefur ekki gætt mjög, að útlendingar hafi sótt hér eftir fasteignum eða réttindum til atvinnurekstrar. En þess ber að gæta, að víða erlendis, þar sem þessarar ásælni útlendinga hefur ekki heldur gætt, eru nú ýmsar blikur á lofti. Við höfum og lifað í skjáti einangrunarinnar einnig að þessu leyti. Nú er því ekki lengur að heilsa, þar sem við erum komnir svo að segja í þjóðbraut. Það er og fleira breytt í hinum ytri aðstæðum. Við eigum áreiðanlega, sem betur fer, auðæfi í fasteignum og þá aðstöðu til atvinnurekstrar, sem er eftirsóknarverð fyrir útlendinga og þeir hafa mikinn hug á að ná í.

En hvað sem þessum bollaleggingum öllum saman líður, er eitt víst: það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í, og það er áreiðanlega varhugavert á þeim tíma, sem nú er, þegar auðfélög fullsetinna landa eru hvarvetna í leit eftir aðstöðu, að hafa land sitt opnara í þessu efni en aðrar þjóðir telja sér fært að hafa.

Með þessum fáu orðum tel ég mig hafa gert nokkra grein fyrir því, að þessi mál, réttindi útlendinga til atvinnurekstrar og til að eiga hér fasteignir, þarf að endurskoða. Og ég álit, að bezta leiðin til þess sé að skipa, nefnd, sem kosin sé af Alþingi. Það er gert ráð fyrir því, að n. skili áliti fyrir næsta þing, og álít ég það nauðsynlegt, vegna þess að ég tel ýmislegt mæta með því að flýta þessu máli.

Eftir að þessari umr. hefur lokið, legg ég til, að málinu verði vísað til allshn.