19.04.1963
Sameinað þing: 52. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í D-deild Alþingistíðinda. (3090)

151. mál, bættar samgöngur á sjó við Vestfirði

Frsm. meiri hl. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Um þetta mál mætti ræða langt mál, en það gefst nú ekki tími til þess, þar sem komið er að þingslitum. Það hafa verið bornar fram á þessu þingi tvær þáltill. um bættar samgöngur í strandferðum og þrjú frv. Allshn. hefur fengið báðar þáltill. til umr. Hún hefur einnig kynnt sér þau atriði, sem fram komu í grg. í sambandi við flutning þeirra frv., sem flutt hafa verið, og henni er ljóst, að hér er um mikið nauðsynjamál að ræða að fá bætt úr því ástandi, sem hér ríkir nú í strandferðamálunum. N. hefur ekki orðið sammála um, hvernig málið skyldi afgreitt. Meiri hl. leggur til, að till.samþ. með nokkrum breyt., eins og kemur fram á þskj. 494, tillgr. orðist svo sem þar segir, með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að skipa nefnd til þess að athuga allan rekstur Skipaútgerðar ríkisins. Að lokinni þeirri rannsókn skal n, gera till. um fyrirkomulag á rekstri strandferða, sem miði að betur skipulagðri og hagfelldari strandferðaþjónustu fyrir landsmenn alla. Skal n. hafa aðgang að öltum gögnum, sem að rekstri þessum lúta, svo og till., sem fyrir kunna að liggja frá öðrum aðilum. Skal verki þessu lokið svo fljótt sem verða má og niðurstöður allar og tillögur þá kunngerðar Alþingi.“

Minni hl. hefur gefið út minnihlutaálit á þskj. 512 og mun að sjálfsögðu gera grein fyrir sínu máli þar.

Þótt ég telji mjög nauðsynlegt að stytta mál mitt, vildi ég þó mega benda á hér, í hverju ágreiningurinn liggur raunverulega á milli minni og meiri hl., aðeins í fáum orðum. Það er enginn ágreiningur um, að það þurfi að skipa nefnd til þess að rannsaka málið. Það er hins vegar ágreiningur um það, að meiri hl. vill fela þetta hæstv. ríkisstj., minni hl. leggur til, að það sé kosin nefnd í Alþingi til þess að athuga málið. Í því sambandi vildi ég leyfa mér að benda á, að 1943 voru skipaðir af þáv. ríkisstj. 4 menn, einn frá hverjum þingflokki, til þess að gera till. um þessi mál, og sú nefnd varð þríklofin í málinu, svo að það er engin sönnun fyrir því að ná samstöðu í nefnd í svona máli, þó að hún sé skipuð fulltrúum úr öllum flokkum, eins og er lögð megináherzla á af minni hl, í allshn. Ég vildi því vænta þess af hæstv. ráðh., ef hér yrðu miklar umr. um þetta mát, sem gætu vel orðið, þar sem þetta er mikið ágreiningsmál, að hann vildi, ef hann treystir sér til þess, lýsa því yfir, ef ekki fengist tími til þess að afgreiða málið eðlilega, að hann skipaði nefnd til að athuga þessi mál á þann hátt, sem meiri hl. leggur til, ef málið fengi ekki þinglega afgreiðslu.

Ég skal ekki að öðru leyti ræða málið, en meiri hl. leggur til, eins og ég segi, að till.samþ. eins og hún er birt á þskj. 494.