21.11.1962
Sameinað þing: 14. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 437 í D-deild Alþingistíðinda. (3305)

249. mál, virkjunarmöguleikar Jökulsár á Fjöllum o.fl.

Fyrirspyrjandi (Karl Kristjánsson):

Herra orseti. Hinn 22. marz 1881 samþykkti Alþingi shlj. þál. um að undirbúa virkjun Jökulsár á Fjöllum til stóriðju. Sú till. var svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að láta hraða gerð fullnaðaráætlunar um virkjun Jökulsár á Fjöllum og athugun á hagnýtingu orkunnar til framleiðslu á útflutningsvöru og úrræðum til fjáröflunar í því sambandi.“

Að flutningi þessarar till. stóðu allir alþm. úr Norðurlandskjördæmi eystra. Mikill áhugi er fyrir því norðan- og austanlands, að Jökulsá á Fjöllum verði virkjuð, og mun það öllum þingheimi kunnugt. Líta menn þar á virkjun Jökulsár sem þýðingarmikið jafnvægismál fyrir byggð landsins. Telja menn með sterkum rökum, að vegna nauðsynlegs byggðajafnvægis eigi Jökulsá á Fjöllum, ef framkvæmanlegt er, að verða fyrsta virkjun til stóriðju hérlendis.

Hinn 8. júlí í sumar sem leið komu saman á Akureyri fulltrúar frá flestum bæjar- og sýslufélögum norðanlands og austanlands. Einnig voru þar mættir flestir þm. úr þessum landshlutum. Umræðuefni fundarins var virkjun Jökulsár á Fjöllum. Á fundinum mættu einnig samkv. ósk fundarboðenda til fræðilegra upplýsinga fyrir fundinn Jakob Gíslason raforkumátastjóri og Jóhannes Nordal bankastjóri, formaður stóriðjunefndar. Þessi fundur samþykkti einróma að loknum ýtarlegum umr. till. þá, sem ég hér vil leyfa mér að tesa., með leyfi hæstv. forseta:

„Fundur fulltrúa frá sýslunefndum og bæjarstjórnum á Norður- og Austurlandi, þar sem einnig eru mættir alþm. þessara landsfjórðunga, haldinn á Akureyri 8. júlí 1962, lýsir yfir því, að hann treystir því og leggur á það ríka áherzlu, að framkvæmdur verði á þessu ári yfirlýstur vilji Alþingis samkv. þál. 22. marz 1861, þar sem skorað var á ríkisstj. að láta hraða gerð fullnaðaráætlunar um virkjun Jökulsár á Fjöllum og athugun á hagnýtingu orkunnar til framleiðslu á útflutningsvöru og úrræðum til fjáröflunar í því sambandi. Krefst fundurinn þess, að framkvæmd þingviljans, sem kemur fram í þáltill., verði látin sitja fyrir undirbúningsathöfnum annars staðar af sama lagi, enda verði ekki tekin ákvörðun um staðsetningu stórvirkjunar í landinu fyrr en þessar áætlanir eru fullgerðar.

Enn fremur leggur fundurinn ríka áherzlu á eftirfarandi:

Að það er þjóðarnauðsyn að beizla sem fyrst fallvötn landsins til eflingar útflutningsframleiðslu þjóðarinnar.

Að það er hagsmunamál alirar þjóðarinnar, að hugsanleg stóriðjuver leiði ekki til enn meira ósamræmis í atvinnu- og framleiðsluaðstöðu einstakra landahluta, heldur verði til þess að jafna aðstöðu þeirra. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt, að fram fari ýtarleg sérfræðileg athugun á því, hver áhrif slík stórvirkjun og stóriðja tengd henni mundi hafa á þróun þeirra atvinnugreina, sem fyrir eru í landinu.

Að virkjun Jökulsár á Fjöllum og bygging iðjuvera til hagnýtingar þeirrar orku er í senn hin mikilvægasta ráðstöfun til atvinnu- og framleiðsluaukningar í landinu og áhrifamikið úrræði til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins.

Að virkjun Jökulsár mundi jafnframt fullnægja raforkuþörf Norðurlands og Austurlands og veróa ómetanleg lyftistöng fyrir ýmiss konar iðnað og framleiðslu, sem þarfnast raforku.

Að bráðabirgðarannsóknir hafa ótvírætt bent til þess, að umrædd virkjun geti veitt raforku til stóriðju á samkeppnisfæru verði.

Að jafnframt stóriðju kemur til greina útflutningur á raforku byggður á stórvirkjun Jökulsár á Fjöllum.

Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstj. að taka til greina í þessu stórmáli rök þau, er fram koma í ályktun þessari. Samhliða heitir fundurinn á fólk allt á Norður- og Austurtandi að mynda órjúfandi samstöðu í þessu máli og fylgja því fram til sigurs með fullri einurð og atorku. Fundurinn ákveður að fela bæjarstjóra Akureyrar og sýslumanni Þingeyjarsýslu að vinna með undirbúningsnefnd fundarins að framkvæmd þessarar ályktunar.“

Við þrír, hv. 2. þm. Norðurl. e., Jónas G. Rafnar, og hv. 5. þm. sama kjördæmis, Björn Jónsson, og ég, sem berum fram fsp. þá, sem hér er til umr., vorum meðal þeirra, sem Akureyrarfundurinn fól að vinna að framkvæmd ályktunar sinnar. Við spyrjum því í raun og veru í umboði allra þeirra, sem að þeim fundi stóðu. Spurningarnar eru miðaðar við að fá upplýst, hvað liður verkum þeim, sem Alþingi 22. marz 1981 skoraði á ríkisstj. að láta vinna til undirbúnings virkjunar Jökulsár á Fjöllum, hve miklu hefur verið til þeirra undirbúningsstarfa kostað og hve miklu fé hefur verið varið síðan þá til sams konar rannsókna. og áætlunargerða vegna einstakra vatnsfalla annarra, svo að í ljós geti komið, hvort annað hefur verið látið sitja fyrir eða ekki í kostnaði. Einnig er sérstaklega um það spurt, hvort rannsókn hefur verið gerð um útflutningshöfn fyrir vöru framleidda við rafmagn frá Jökulsá. Um það er sérstaklega spurt, vegna þess að samkv. upplýsingum, sem fram komu á Akureyrarfundinum, virtist það stóra atriði algerlega vera ágizkunarefni og tekin í útreikninga mesta fjarlægð, sem gat til greina komið milli virkjunar og hafnarstaða.

Ég leyfi mér að vænta fróðlegra, svara og ábyggilegra.