05.12.1962
Sameinað þing: 18. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 450 í D-deild Alþingistíðinda. (3317)

103. mál, vátrygging fiskiskipa

Fyrirspyrjandi (Björn Pálsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. sjútvmrh. fyrir hans svör. Efnislega fékk ég engar upplýsingar aðrar en þær, að frv. lægi hjá L.Í.Ú. Ég vissi, að það var hjá þeim, en hef ekki fengið að sjá það, var sagt, að það væri trúnaðarmál, og er því ókunnugur efninu.

En ég notaði tækifærið til þess að minnast á þau vandkvæði, sem ég teldi mest á tryggingamálunum, og taldi ástæðu til þess að ræða þau ýtarlega, því að það er þannig, að við eigum því að venjast, að þegar frv. koma frá ríkisstj., þá fást engar breytingar á þeim. E.t.v. fá þeirra menn einhverjar breytingar fram, en við, sem í stjórnarandstöðunni erum, fáum þær yfirleitt ekki samþ. Það er sannarlega ástæða til þess að tala ofurlítið um jafnstórt mál og þetta er, áður en frv. er lagt fram. Og ég tel t.d., að höfuðvandkvæðið á þeim lögum, sem nú eru, sé það óréttlæti, sem einstakir útgerðarmenn eru beittir. Það er skyldutryggingum beitt við suma, háum iðgjöldum og titlum bótum, en fyrir aðra er þetta allt frjálst, og það er ekki sanngjarnt í lýðræðislandi, að þegnarnir búi ekki við sömu kjör. Við vissum, að Brunabótafélagið var þannig rekið, að það var skyldutrygging á sveitabæjunum, og svo þegar þetta var gefið frjálst, þá stórtækkuðu iðgjöldin. Og er nokkuð meiri sanngirni að beita útgerðarmenn þvingunarráðstöfunum í tryggingamálum heldur en aðra einstaklinga í þessu þjóðfétagi? Ég álít, að höfuðáherzlu ætti að leggja á það, að allir byggju við sömu kjör, sætu við sama borð, tryggingarnar væru gefnar frjálsar. Ég hef ofurlítið minnzt á þetta við þá í L.Í.Ú., og mér skildist það á þeim, að þeir mundu hallast að því, að L.Í.Ú. fengi meiru að ráða um þessa samábyrgð og ríkisafskiptin yrðu minni. En ég hélt því fram við þá, að þó að þessu yrði breytt á þann veg, þá væri óverjandi að þvinga suma til þess að tryggja hjá ákveðnu félagi, en hjá öðrum væri þetta frjálst. Það verður það sama að ganga yfir alla, ef eitthvert réttlæti á að vera. Þetta er stór hlutur, vegna þess, eins og ég lýsti áðan, að þá eru þetta allt önnur kjör, sem þeir sæta. sem eiga bátana, sem eru ekki skyldutryggðir. Og annað atriði er það, að það er ekkert vit í því að ætla að taka þetta allt af sameiginlegum sjóðum.

Ég hygg, að fyrir útgerðarmönnum vaki það, að einhver hluti af þessu sé tekinn af fob: verði útflutningsvara, að þeir óttist, að þeir eigi í erfiðleikum með að borga öll iðgjöldin. En ef þeir bera enga ábyrgð, þá verða þeir hirðulausir um þetta, kröfurnar verða takmarkalitlar og þeir verða hirðulausir um að tilkynna um skipin, þegar þau eru ekki að veiðum. Þess vegna verða einstaklingarnir að hafa einhverja ábyrgð. Mér hefur dottið í hug, að þetta gjald, 1.92%, yrði látið haldast, það yrði lagt í sameiginlegan sjóð, hvort sem það yrði sérdeild fyrir hvern bát eða hvert útgerðarfélag eða ekki, það gæti komið til máta, eða þá yrði sameiginlegur sjóður. En það, sem á vantaði, yrði þá greitt af viðkomandi einstaklingum, viðkomandi útgerðarfélögum eða skipaeigendum og á þann hátt yrðu þeir að nokkru leyti ábyrgir. En þetta er stórmál, og þó að ég álíti, að æskilegt hefði verið, að þetta frv. yrði afgreitt fyrir áramót, — það er æskilegt, vegna þess að það verður breyting á þessum lögum um áramótin viðvíkjandi þessu 1.8%, — þá er æskilegt, að þessi lög verði afgreidd fyrir áramót, en þó skal ég játa, að það er betra, að það dragist ofurlítið, heldur en að miklar vitleysur séu gerðar í þessari lagasetningu.

Ég vona, að þetta leysist vel. Í raun og veru ætti þetta ekki að vera pólitískt mál og verður það vonandi ekki. Það ætti að vera áhugamál allra, að þetta sé leyst á sem hagkvæmastan hátt, þó að það snerti mest útgerðarmennina, og það er vitað mál, að við fáum minna fyrir fiskafurðir, bæði síldarafurðir og aðrar fiskafurðir, heldur en t.d. Norðmenn. Það munar miklu. Og m.a. á þetta háa útflutningsgjald sinn þátt í því og svo mörg fleiri atriði, sem ég hef ekki tíma til að fara út í nú. En hvað sem því liður, eru tryggingagjöldin eitt af því, sem veldur því, að við fáum minna fyrir fiskafurðir en nágrannaþjóð okkar. Það er ekki af því, að afurðirnar séu eða þurfi að vera lakari. Þetta er eitt af þeim atriðum, sem við þurfum að taka föstum tökum og laga. Og það vona ég, að ríkisstj. geri.