06.03.1963
Sameinað þing: 35. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 480 í D-deild Alþingistíðinda. (3351)

250. mál, síldariðnaður á Vestfjörðum

Kjartan J. Jóhannsson:

Herra forseti. Ég vil þakka, hæstv. sjútvmrh. fyrir greið svör í þessu máli. Ég skil það vel, að stjórn síldarverksmiðja ríkisins og eigendur síldarverkverksmiðjanna á Djúpuvík og Ingólfsfirði, sem voru orðnir langþreyttir á af1aleysi þarna og sennilega búnir að halda þar út tilraunum til síldveiði lengur en þeim hefur verið kleift fjárhagslega, þeir séu þess vegna ekki færir um eða treysti sér ekki til að hefja þarna tilraunir, fyrr en eitthvað er komið í ljós um möguleika á afla þarna.

Ég vildi aðeins benda á það t.d. með Skagastrandarverksmiðjuna og raunar þessar verksmiðjur líka, að það gæti hent sig, að hægt væri að fá þarna betri nýtingu á því síldarmagni, sem til fellur, á meðan við getum ekki byggt síldarverksmiðjurnar jafnört og síldin veiðist fyrir austan. Þarna eru þó til verksmiðjur, og það hefur komið í ljós, að það er hægt að flytja með sæmilega góðum árangri síld í verksmiðjur við Eyjafjörð a.m.k. og að nokkru leyti Siglufjörð líka, og ef það er rétt, að hugsanlegt sé að fá þarna enn þá ódýrari aðferðir til síldarflutninga, þá væri hugsanlegt, að það væri hægt að flytja í þessar verksmiðjur eitthvað af þeim afgangi, sem verksmiðjurnar fyrir austan ráða ekki við.

Þá vil ég enn fremur þakka hæstv. ráðh, fyrir góðar undirtektir undir mál útvegsmanna og sjómanna fyrir vestan. Þeir hafa verið aðstoðaðir núna„ þegar þar eru að rísa upp verksmiðjum og líkur til, að reynt verði við síldveiðar á þeim tíma, sem líklegastur er þar, og treysti ég því, að það verði meira unnið að því en hægt hefur verið undanfarið, einmitt með tilliti til þess, að nú eru möguleikar á að nýta, þá, síld, sen þar kynni að veiðast, betri en áður hefur verið.

Það er að vísu rétt, að það em ákaflega gott að fá síld í bræðslu. En þó er miklu meira um vert að fá hana, að svo miklu leyti sem það er unnt, nýtta til manneldis, því að það gefur bæði miklu hærra verðmæti fyrir veiðiskipin, sem veiða síldina, og þó enn þá mun hærra útflutningsverðmæti. En til þess eru, eins og ég gat um áðan, þó nokkrir möguleikar einmitt á Vestfjörðum, ef þar kynni að veiðast meiri síld nú á næstunni en verið hefur undanfarið.