20.03.1963
Sameinað þing: 41. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 499 í D-deild Alþingistíðinda. (3372)

195. mál, hafnargerðir við Dyrhólaey og í Þykkvabæ

Óskar Jónsson:

Herra forseti. Mér þykir vænt um, úr því að ég hef tækifæri til að koma hér inn í þingsalinn, að þetta mál skyldi bera hér á góma, jafnvel þó að það sé ekki nema í fyrirspurnarformi.

Frá því fyrst að ég fór að líta í kringum mig, hefur það verið mitt áhugamál — mikið áhugamál, að möguleiki opnaðist einhvers staðar á Suðurlandi fyrir hafnargerð. Og hugur minn og margra annarra kunnugra manna eystra hefur gjarnan stefnt að Dyrhólaey.

Þetta er orðið gamalt mál, því að 1814 samþykkti sýslunefndin í Vestur-Skaftafellssýslu að láta vinna að því að koma upp verzlunarstað og höfn við Dyrhólaey. Það mál komst það langt, að lítils háttar aðdráttur að efni til verzlunarhúss hófst, en ekki söguna meir. Menn muna það líka, að löngu síðar, eða 1901, þá flutti Guðlaugur Guðmundsson, þáv. þm. Vestur-Skaftfellinga, þetta mál hér í Alþingi og flutti þá frv. um það, að Englendingum yrði heimilað að byggja höfn við Dyrhólaey gegn vissum fríðindum, þ.e. að þeir fengju að nytja landhelgina frá Jökulsá á Sólheimasandi allt að Ingólfshöfða um 20 ára bil, en skyldu í staðinn byggja höfn við Dyrhólaey, sem ríkið átti síðan að eignast að þessum tíma loknum. Þetta mál var fellt með jöfnum atkv. hér á Alþingi.

Síðan liggur þetta mál niðri, þangað til að ég ætla 1942, að Gísli Sveinsson, þáv. þm. Vestur-Skaftfellinga, flutti till. svipaða eðlis og hér hefur verið minnzt á inn á Alþingi. Síðan hafa allir þm. þessa kjördæmis, Vestur-Skaftfellinga, flutt till. um þetta í svipaða átt, um rannsókn á hafnargerð við Dyrhólaey, og Alþingi hefur alltaf samþykkt að verða við óskum um rannsókn á höfn við Dyrhólaey.

Það er frá mínum bæjardyrum séð hafnarstæði við Dyrhólaey, sennilegasta eitt hið ákjósanlegasta, sem um getur á landi hér frá hagrænu og þjóðhagslegu sjónarmiði, og liggja til þess margar orsakir. í fyrsta lagi er stytzt til landsins utanlands frá. Allt í kring er gjöfult haf með alls konar verðmætum. Og mér er það vel kunnugt og lýsti því í grein 1844, að við suðurströndina, við Dyrhólaey, er síld, sem nú er einn aðalhyrningarsteinn undir afkomu okkar íslenzka þjóðfélags, svo að segja allt árið. Og til sannindamerkis um það get ég upplýst, að togarar fyrr og síðar hafa kastað vörpu sinni þar í kring og stundum fengið hana kjaftfulla af síld. Þessu hefur ekki mikið verið haldið á lofti. Nú kemur líka að því, að það vantar meira jafnvægi, sem kallað er, í byggð landsins, og okkur er ljóst, að án þess að koma upp hafnaraðstöðu eða einhverju þess háttar, verður erfitt að halda jafnvæginu við. Þess vegna er það, að ég legg mikla áherzlu á, að hraðað verði enn rannsóknum við Dyrhólaey.

Ég verð að hafa þetta stutt mál, en ég vil minna á, að nú er komin ný tækni til sögunnar, sem vissulega er þess virði að lita á hana og getur orðið þess valdandi, að tiltölulega suðvelt verði að gera höfn í Dyrhólaey, en þar á ég við hin stórvirku sanddæluskip, sem nú eru komin til sögunnar, skip, sem dæla um 500 kúbikmetrum af sandi á klst.

Slík tæki geta flutt stór landssvæði til á stuttum tíma, en það opnar möguleika til hafnargerðar á stað eins og er við Dyrhólaey. Sennilega verður sandurinn ekkert vandamál nú innan stundar, er mjög auðvelt verður að færa hann til. Og það er mín trú, að með þessum tækjum og öðrum slíkum, sem er verið að koma upp núna, verði innan tiltölulega skamma tíma auðvelt að gera höfn við Dyrhólaey. En það er mín sannfæring, að það yrði hin mesta lyftiatöng undir allt líf Sunnlendinga, og ekki sóeins þeirra, heldur einnig Vestmanneyinga, og ég vil fara lengra, einnig Austfirðinga, sam vantar tilfinnanlega hafnaraðstöðu um vetrarvertíðina, sem er ákjósanleg á þessum stað, og þar a leiðandi er þetta þýðingarmikið fyrir landið allt.