20.12.1962
Sameinað þing: 25. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 539 í B-deild Alþingistíðinda. (348)

1. mál, fjárlög 1963

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Við afgreiðslu skólamála var að þessu sinni, eins og venja hefur verið á undanförnum þingum, reynt að ná samkomulagi innan fjvn. um afgreiðslu þeirra. Ég tel, að hv. 4. þm. Vesturl., sem hafði forustu í þeirri framkvæmd, hafi unnið mikið starf og reynt að leysa úr þeim málum svo sem auðið var og mikið hafi á unnizt. Hins vegar náðist ekki samkomulag um þessa framkvæmd. Ég tel eftir þeim upplýsingum, sem nú liggja fyrir, að framkvæmd þessi sé hið mesta nauðsynjamál, sem æskilegt hefði verið að leysa nú og verði í fremstu röð skólaframkvæmda á næsta ári. En þar sem ég tel mig bundinn af samkomulagi um skólamálin í heild og að nokkru hafi verið leiðrétt þau mistök, sem urðu um afgreiðslu skólamála gagnvart Kópavogskaupstað við 2. umr. þessa máls, og í trausti þess, að skólamál Kópavogskaupstaðar fái verulega fyrirgreiðslu á næsta þingi, þá greiði ég ekki atkvæði.